Morgunútvarpið

14. maí -Veðrið og geðheilsan, stýrivaxtaákvörðun, Javier Milei o.fl..

Ísland er komið áfram í úrslit Eurovision og stemningin í gleðin mikil Basel. Við heyrum í Gunnari Birgissyni, fréttamanni, sem er staddur þar.

Á Alþingi í dag verður rætt um framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins þar sem sjónum er meðal annars beint því styrkja samstarf Íslands, Færeyja og Íslands hvað varðar málstefnu og máltækni og leiðir almennt til efla tungumál þessara þjóða. Við ræðum við Steinþór Steingrímsson, rannsóknarlektor á Stofnun Árna Magnússonar, um þessi mál.

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall til okkar - og við ræðum stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar sem kynnt verður eftir viku.

Landsmenn geta átt von á áframhaldandi veðurblíðu næstu daga. Við ræðum áhrif veðurs á líðan þjóðar við Vigdísi Ásgeirsdóttur, sálfræðing.

Við ræðum átök í argentískum stjórnmálum og áhrif Javiers Milei á umræðuna almennt við Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, en hún bjó áður í Argentínu.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, verða gestir okkar í lok þáttar þegar við ræðum verðlag út frá nýjum mælingum ASÍ, sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka og fleira.

Frumflutt

14. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,