Morgunútvarpið

24. des - Veður, verslun og sund

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar, mætir til mín í upphafi þáttar þegar við ræðum færð og umferð í ljósi leiðindaveðurs víða í dag og á morgun.

Hugrún Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Samkennd heilsusetri og Reykjalundi, skrifaði grein á dögunum um hvernig best hlúa andlegri heilsu um hátíðirnar og mikilvægi þess endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hefðir. Við förum yfir þessi mál.

Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, ræðir við mig um veðrið, sem mun lita þennan aðfangadag.

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, verður gestur minn eftir átta fréttir þegar við ræðum verslun á aðventunni.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, verður á sínum stað, og ræðir fréttir úr heimi vísindanna klukkan hálf níu.

Fyrir marga er órjúfanlegur þáttur af jólahaldinu fara í sund á aðfangadagsmorgun. Grétar Lindberg er á vaktinni í Árbæjarlaug og verður á línunni í lok þáttar.

Frumflutt

24. des. 2024

Aðgengilegt til

24. des. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,