Morgunútvarpið

Rándýrt sælgæti, breytingar á örorkulífeyri, kjaraviðræður, staðan á Gaza, gervigreind og kvikmyndagerð, vísindahornið.

Við fórum yfir verðhækkanir á sælgæti með Benjamín Julian, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í upphafi þáttar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra kom til okkar. Hann boðar einhverja mestu umbyltingu á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi eins og hann orðar það. Við ræddum breytingarnar sem hann hefur lagt til og fleira.

Við fórum yfir stöðuna í kjaraviðræðum með Ragnari Þór Ingólfssyni.

Við ræddum stöðuna á Gaza, Egypsku landamærin og Rafah með Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðingi. Við ræddum líka Alþjóðadómstóllinn í Haag sem var kallaður saman í gær til gefa ráðgefandi álit um hernámið á Palestínu.

Kvikmyndir og gervigreindin. Margar spurningar vakna við tilkomu gervigreindarforritsins Sora frá Open Ai. Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda kom til okkar í spjall um málið.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur, var hjá okkur í lok þáttar, venju samkvæmt.

Lagalistinn:

Kiriyama Family - Sneaky Boots.

Bland í poka - Namminef.

PRINCE - Cream.

Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).

BLUR - Barbaric.

Una Torfadóttir - Fyrrverandi.

Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.

ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Veldu stjörnu (ft. John Grant).

Frumflutt

20. feb. 2024

Aðgengilegt til

19. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,