Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að um 50 manns hafi verið á heimilum sínum í Grindavík yfir jólahátíðina en framhaldið skýrist svo frekar í dag. Við heyrum í honum.
Það vakti talsverða athyglu þegar leðurblaka flaug inn á lokaðar svalir á níundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi í síðustu viku, en komum þeirra hingað til lands virðist hafa fjölgað á undanförnum árum. Við ætlum að ræða leðurblökur, þessa þektu smitbera, og ferðir þeirra.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, verður hjá okkur venju samkvæmt fyrir átta fréttir. Við ætlum að ræða heimilisfjármálin 2024 og áramótaheit sem snúa að fjármálum.
Ekkert lát er á árásum Ísraela á Gaza og var jólanótt ein sú mannskæðasta síðustu ellefu vikur. Vopnahlésviðræður undanfarið virðast hafa litlu skilað og nú eru átökin tekin að breiðast út. Ólöf Ragnarsdóttir sérfræðingur fréttastofunnar í málefnum Mið-Austurlanda fer yfir stöðuna með okkur. Hún segir okkur líka frá hefðbundnum hátíðarhöldum í Palestínu.
Mörg hafa verið að gera vel við sig í mat og drykk yfir hátíðirnar og velta nú fyrir sér hvað eigi að elda og drekka á áramótunum. Við ætlum að ræða við Ólaf Örn Ólafsson, veitingamann, sem þekkir þau mál vel og gefur góð ráð.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, verður síðan hjá okkur í lok þáttar þegar við ætlum að gera upp árið í vísindum og horfa til næsta árs.
JÓHANN HELGASON - She's Done It Again.
Libertines, The - Run Run Run.
BAGGALÚTUR - Nú mega jólin fara fyrir mér.
UNNSTEINN - Andandi.
T REX - Get it on.
AMERICA - A Horse With No Name.
PATRi!K - Prettyboi um jólin.
DIANA ROSS - Upside Down.
THE STROKES - Last Nite.