Morgunútvarpið

24. nóv. - Bókahátíð, skautasvell, misnotkun, fréttaspjall, offitulyf

Um helgina verður mögulega slegið íslandsmet þar sem 90 rithöfundar munu lesa upp úr bókum sínum á einni og sömu hátíðinni. Það er bókahátíðin í Hörpu sem Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda segir okkur betur frá.

Það er víða verða jólalegt og í dag opnar skautasvellið á Ingólfstorgi, sem hefur á síðustu árum litað jólalíf borgarbúa. Við ræðum við Þuru Stínu frá Nova og Heiðu Halldórsdóttur hjá Orkusölunni sem koma þessu verkefni og þær segja okkur betur frá opnunarathöfninni og viðburðum sem verða á og við svellið.

Á dögunum var greint frá því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi greitt 104 kongóskum konum, sem greindu frá því starfsmenn stofnunarinnar og aðrir sem komu störfum hennar hefðu misnotað sig þegar ebólufaraldur geisaði þar í landi, hverri 250 dali, eða um 35 þúsund krónur í bætur. Við ræðum við Henry Alexander Henryson, siðfræðing, um málið.

Fréttir vikunnar verða á sínum stað og í þetta sinn kíkja þau Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta og Ingunn Lára Kristjánsdóttir, TikTok fréttamaður af fréttastofu RÚV til okkar.

Það er nánast orðinn fastur liður í aðdraganda jóla ræða kirkjuheimsóknir skólabarna á aðventunni. Um það er deilt víða, til mynda í Múlaþingi, þar sem samþykktar voru reglur á dögunum þar sem segir heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar teljist hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleið þjóðarinnar. Við ætlum ræða við Jóhann Hjalta Þorsteinsson, fulltrúa Austurlistans, sem segir reglurnar barn síns tíma og kaus gegn þeim.

Í upphafi mánaðar tilkynnti lyfjastofnun niðurgreiðslu á mikið notuðu lyfi, saxenda, yrði hætt og greiðsluþáttökuskilyrði fyrir Wegovy, sem er lyf með sömu virkni, yrðu hert. Lyfin sem eru upphaflega sykursýkislyf eru kostnaðarsöm en reyndust byltingarkennd í fást við offitu. Sérfræðingar hjá Heilsugæslunni segja breytingar á niðurgreiðslufyrirkomulaginu ýta undir mismunun. Við spjöllum við Erlu Gerði Sveinsdóttur heimilislæknir sem sérhæfir sig í offitumeðferð.

Lagalisti:

Jónfrí - Aprílmáni.

Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.

Pale Moon - Spaghetti.

HJALTALÍN - Feels Like Sugar.

NEW ORDER - Blue Monday 88.

DOLLY PARTON & KENNY ROGERS - Islands In The Stream.

Frumflutt

24. nóv. 2023

Aðgengilegt til

23. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,