Morgunútvarpið

23. okt. - Klónun, biðlistar, ferðamenn, Gaza, stam og íþróttir

Ljóst hægri sinnaði hagfræðingurinn, pólítíski utangarðsmaðurinn Javier Milei, leiðtogi stjórnmálaflokksins Libertad Avanza, og Sergio Massa efnahagsráðherra úr Perónistaflokknum Union por la Patria takast á um forsetaembætti Argentínu í kosningum í nóvember. Milei hefur vakið mikla athygli undanfarið m.a. fyrir mæta á kosningafundi með keðjusög og svo á hann líka fjóra klónaða hunda sem hefur verið gagnrýnt. The New York Times fjallaði t.a.m. um það færist í aukana ríkt fólk kjósi klóna sér gæludýr. Við ræddum við Henry Alexander Henryson, siðfræðing, um klónun gæludýra.

Gunnar Ingi Valgeirsson hefur undanfarið vakið athygli á stöðu biðlista í meðferð, en sjálfur hefur hann verið edrú í tæpa níu mánuði. Fyrir þann tíma þekkti hann af eigin raun hvernig er vera á biðlista og hvaða áhrif það getur haft. Hann hefur m.a. séð á eftir fólki sem hann þekkti sem hreinlega lifði biðina ekki af. hefur Gunnar Ingi gert viðtalsþætti þar sem hann talar við fólk sem hefur reynslu af þessum málum og hann sagði okkur meira af Lífinu á biðlista og stöðunni í þessum viðkvæma málaflokki.

Morgunblaðið greindi frá því um daginn borgarstjóri hefði kynnt hugmyndir 11 nýjum hótelum í borginni á fundi um bættar samgöngur. Þar bætast nokkur þúsund herbergi við hótelmarkaðinn í borginni. Töluverð umræða hefur verið um svokallaðan troðningstúrisma og sumum þykir nóg af ferðafólki og gistirýmum hér á landi, sem bitni á menningu og íbúum landsins. Við ræddum þessi mál við Sigrúnu Tryggvadóttur, formann Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sammæltust í gær um áframhaldandi neyðaraðstoð við stríðshrjáða íbúa Gaza-svæðisins. Sautján flutningabílum með hjálpargögn var hleypt inn en hjálparsamtök segja það langt frá því vera nóg. Við fórum yfir stöðuna á Gaza, stríðsglæpi og afskipti Bandaríkjanna með Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingi í málefnum Bandaríkjanna, og Þórdísi Ingadóttur, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Í gær var alþjóðlegur vitundarvakningardagur um stam og Málbjörg, félag um stam á Íslandi, verið með ýmislegt á prjónunum af því tilefni. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir er stjórnarmaður í Málbjörgu og spyrill í þáttunum Stamvarpið og hún kom til okkar og fræddi okkur um stam og starfsemi félagsins.

Við enduðum svo á sportspjalli með Kristjönu Arnarsdóttur.

Frumflutt

23. okt. 2023

Aðgengilegt til

22. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,