Morgunútvarpið

2. ágú - Helgin framundan, sumarhús, Stuðlagil, laxveiði og brugghús

Verslunarmannahelgin er framundan og við tókum púlsinn á nokkrum stöðum á landinu í aðdraganda helgarinnar. Við heyrðum af Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki í gær og í dag kynnum við okkur Þjóðhátíð í Eyjum og Innipúkann. Og við byrjuðum í Eyjum og hringjum í Jónas Guðbjörn Jónsson formanna þjóðhátíðarnefndar ÍBV.

Talið er fjöldi sumarhúsa á Íslandi í kringum 15 þúsund og flest þeirra eru á suður og vesturlandi og í þéttum kjörnum. Í nútímasamfélagi erum við flest vön því nettengingin góð og sjónvarpsstreymið í leiðinni gott. En hvernig er þjónustu við sumarhúsaeigendur háttað hjá fjarskiptafyrirtækjunum? Voda­fo­ne tilkynni á dögunum fyrirtækið hef­ur sett upp um 100 5G senda víðsveg­ar um landið og von er á fleir­um á vin­sæl­um sum­ar­húsa­svæðum. Til fara yfir þessi mál með okkur kom til okkar Sigurbjörn Óskar Guðmundsson deildarstjóri radíókerfa hjá Vodafone.

Hið mikilfenglega náttúruundur Stuðlagil er ekki fagurblátt þetta sumarið, heldur er það orðið gruggugt og grátt. Ástæðan er Hólslán, uppistöðulón Fljótsdalsstöðvar við Kárahnjúka, fylltist óvenju snemma í ár. Það hefur haft í för með sér katastrófísk áhrif á laxveiði í Jökulsá á Dal. Við hringdum austur og töluðum við Þröst Elliðason, framkvæmdastjóra veiðiþjónustunnar Strengja.

Svo Snærós sér austur fyrir fjall í gær og í blíðuna á Suðurlandi. Þar hitti hún Laufeyju Sif Lárusdóttur eiganda brugghússins Ölverks en hún er líka formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Við spjölluðum um sumarið, áhuga erlendra ferðamanna á íslenskum bjór og hvernig salan gengi eftir lög tóku gildi sem heimila sölu beint út frá framleiðslustað.

Við tókum púlsinn á Þjóðhátíð í Eyjum fyrr í þættinum og var komið Innipúkanum sem haldinn er í Reykjavík. Hátíðin fer fram annað árið í röð í Gamla bíói og Röntgen og boðið verður upp á hátíðarstemningu milli staðana í Ingólfsstræti alla helgina. Ásgeir Guðmundsson er einn þeirra sem kemur skipulagningu og hann kom til okkar í lok þáttar.

Tónlist

STJÓRNIN - Stjórnlaus.

PÁLMI GUNNARSSON - Hvers vegna varst'ekki kyrr?.

PLAN B - She Said.

JÚNÍUS MEYVANT - Gold laces.

EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.

THE WEEKND - Take My Breath.

MUGISON - Mugiboogie.

BIRKIR BLÆR - Thinking Bout You.

HARRY STYLES - Late night talking.

BUBBI MORTHENS - Ennþá er tími.

BIRNIR - Spurningar (ft. Páll Óskar).

Frumflutt

2. ágúst 2023

Aðgengilegt til

1. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,