Morgunútvarpið

19. júlí - Hitabylgja, hinseginhátíð, rasismi, Bolungarvík og götubiti

Við huguðum löndum okkar sem þessa stundina eru bókstaflega bráðna í Evrópu. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður og skáld er búsettur í þorpinu Alcalá la Real Jaen héraði á Spáni en þar spáir jafnvel 40 stiga hita í dag. Við slógum á þráðinn til Jóns Sigurðar.

Hinseginhátíð Vesturlands fer fram í þriðja skipti á Akranesi núna um helgina og reyndar byrjar formlega í dag miðvikudag. Þegar fyrsta hátíðin var haldin í Borgarnesi 2021 þá var hún mest sótta bæjarhátíð sem hefur verið haldin í Borgarnesi en talið er um 1200 manns hafi heimsótt bæjarfélagið. Til segja okkur betur frá hátíðinni var kynningafulltrúi Hinsegin vesturlands, Alexander Aron Guðjónsson, á línunni.

Í gær fengum við til okkar föður ellefu ára drengs sem varð fyrir kynþáttaníði frá mótherjum sínum á N1 mótinu fyrr í sumar. Foreldrar drengsins upplifa eftir því sem strákurinn eldist, því meira niðrandi verði athugasemdir jafningja hans um hörundslit og útlit. Við ætlum ræða rasisma í íþróttahreyfingunni og hvort verið tala við iðkendur um góða framkomu með nægilega skýrum hætti. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs kom til okkar og tala um fordóma, ofbeldishegðun og forvarnir gegn þeim í dag.

Bolungarvík réðist í mikla smíði á útsýnispalli uppi á Bolafjalli fyrir nokkrum árum og okkur leikur forvitni á vita hvort bærinn hafi fyllst af ferðafólki í kjölfarið. Við tókum púlsinn á bæjarstjóranum Jóni Páli Hreinssyni.

Einn stærsti matarviðburður á Íslandi, "Götubitahátíð 2023" verður haldin í Hljómskálagarðinum um næstu helgi. Samhliða hátíðinni er haldin keppnin um "Besta Götubita Íslands" í samstarfi við European Street Food Awards sem er jafnframt stærsta götubitakeppni í heiminum. Silli kokkur sigraði hér heima í fyrra og fór út til Þýskalands í kjölfarið til keppa þar. Yfir 30 þúsund gestir heimsóttu Hljómskálann í fyrra þegar Götubitahátíðin fór fram. Silli kokkur og Róbert Aron Magnússon, skipuleggjandi, komu til okkar í morgunsárið.

Tónlist

ÍRAFÁR - Fingur.

PALE MOON - I confess.

PÁLL ÓSKAR - Galið Gott.

JUSTIN TIMBERLAKE - Mirrors.

COLDPLAY - Speed Of Sound.

DAÐI & GAGNAMAGNIÐ - 10 Years (Ísland Eurovision 2021).

BJÖRK - Afi.

LENNY KRAVITZ - It ain't over 'til it's over.

ADELE - Send My Love (To Your New Lover).

EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.

Frumflutt

19. júlí 2023

Aðgengilegt til

18. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,