Morgunútvarpið

17. júlí - Hrífunes, verðbólga, persónuvernd og almannavarnir

Sögu bújarðarinnar Hrífunes í Skaftártungu eru gerð skil í nýjum þáttum á Rás 1 en bærinn tengist sögu mormónatrúar á Íslandi, náttúruhamförum, fjölskylduerjum og deilu um liðið lík. Guðrún Hálfdánardóttir dagskrárgerðarkona sagði frá tilurð þáttanna.

Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna var á línunni með helstu tíðindi af gosstöðvunum.

Hverjum er verðbólgan kenna? Er það almenningur sem eyðir of miklu? Hið opinbera sem hækkar öll gjöld jafnt og þétt og reiknar svo húsnæðisliðinn inn í vísitöluna ólíkt flestum öðrum hagkerfum? Eða eru það fyrirtækjaeigendur sem hafa, þrátt fyrir aðstæður, ekki slegið neitt af hagnaðarkröfu sinni og halda verðlagi þar með uppi í hæstu hæðum? Við spjölluðum um sökudólginn baki verðbólgunni við Vilhjálm Hilmarsson hagfræðing BHM.

Nýverið lagði Persónuvernd næsthæstu sekt í sögu stofnunarinnar á Embætti Landlæknis vegna hugbúnaðarvillu sem hefði getað opinberað persónuupplýsingar notenda Heilsuveru - en gerði þó ekki. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða er afar ósáttur við sektina og segir hana hamla allri tæknilegri framþróun sem sparað gæti heilbrigðiskerfinu stórfé og fært það nær nútímanum.

Kristjana Arnarsdóttir fór yfir það helsta úr heimi íþróttanna.

Tónlist

GDRN - Vorið.

CAROLINE POLACHECK - Smoke.

THE KILLERS - Mr.Brightside.

CELEBS - Dómsdags dans.

GABRIELS - Glory.

LONDON GRAMMAR - Strong.

EGILL SÆBJÖRNSSON - I love you so.

DAVID BOWIE - Modern Love.

PHIL COLLINS & PHILIP BAILY - Easy Lover.

SIGUR RÓS - Við spilum endalaust.

ROBYN - With every heartbeat (edit).

JOHN MAYER - Daughters

Frumflutt

17. júlí 2023

Aðgengilegt til

16. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,