• 00:15:52Elín Hall í Cannes
  • 00:24:36Sníkjudýr
  • 00:40:04Þórkatla
  • 00:54:22Kvikmyndasumarið 2024
  • 01:09:42Fréttir vikunnar

Morgunútvarpið

Elín í Cannes, heilaormar og önnur snýkjudýr, Þórkatla, sumarmyndirnar og fréttir vikunnar.

Kvikmyndahátíðin í Cannes í Frakklandi er núna í gangi og þar eigum við fulltrúa en aðstandendur kvikmyndarinnar Ljósbrot eru þar úti til kynna myndina. Ljósbrot er glimrandi dóma hjá gagnrýnendum þarna úti. Leik- og tónlistarkonan Elín Hall fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Hún verður á línunni beint úr heimi fallega og fræga fólksins.

Stundum gleymist í umræðunni um forsetakosningar í Bandaríkjunum forsetaframbjóðendurnir eru þrír. þriðji, RFK jr eða Robert F. Kennedy yngri vakti athygli í síðustu viku þegar hann sagði orm hafa dvalið í heilanum á sér og étið hluta af honum fyrir góðum 15 árum síðan. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir ræðir við okkur um sníkjudýrið sem um ræðir og jafnvel fleiri.

Góðar fréttir bárust af gangi mála hjá Þórkötlu fasteignafélagi í vikunni. Félagið hefur yfirfarið og samþykkt kaup á 660 húseignum í Grindavík. Það eru um 85% af þeirri 781 umsókn sem hefur borist. Þrátt fyrir það kvarta margir Grindvíkingar enn yfir seinagangi og erfiðri stöðu sem skapast vegna hans. Örn Viðar Skúlason -framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Þórkötlu kemur.

Á sumrin keppast yfirleitt stóru kvikmyndaverið í Hollywood til þess sýna stærstu kvikmyndir sínar og í ár er engin undantekning. Við fáum Ragnar Eyþórsson, sérslegan kvikmyndaáhugamanna og framleiðanda á RÚV, til taka saman fyrir okkur það helsta.

Og til ræða fréttir vikunnar fáum við til okkar þau Helgu Völu Helgadóttur, lögmann og fyrrum þingmann og Björn Inga Hrafnsson af vefmiðlinum Viljanum.

Tónlist:

RAGNHILDUR GÍSLA - Sjáumst þar.

LAUFEY - California and Me.

ELÍN HALL - Er nauðsynlegt skjóta þá?.

Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.

UNUN - Lög Unga Fólsins.

PETER GABRIEL - Big Time.

UNUN - Lög Unga Fólsins.

HAUKUR MORTHENS - Mambó.

Frumflutt

17. maí 2024

Aðgengilegt til

17. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,