Morgunútvarpið

4. október - Stýrivextir, lykkjumálið, MDMA í lækningaskyni o.fl.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birtir stýrivaxtaákvörðun í dag og þá kemur í ljós hvort vextir verði hækkaðir enn frekar. Við ræðum málið við Ólaf Margeirsson, doktor í hagfræði, í upphafi þáttar.

Hópur grænlenskra kvenna hefur krafist þess danska ríkið greiði þeim bætur fyrir mannréttindabrot vegna hinnar svokölluðu lykkjuherferðar sem varðar aðgerðir danska ríkisins frá 1966 til 1970 þar sem getnaðarvarnarlykkjum var komið fyrir hjá um 4.500 grænlenskum stúlkum og konum, í mörgum tilfellum án samþykkis, til hægja á fólksfjölgun í Grænlandi. Við ræðum málið og mögulegar bætur við Ingu Dóra Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Air Greenland og fyrrverandi formann Siumut-flokksins í Nuuk, sem er búsett þar.

Nýjasta flaggskip Apple, iphone 15pro selst óðum upp jafnt hér á landi sem og í bandaríkjunum og um heim allan. Háværar umkvörtunarraddir þeirra sem þegar hafa fengið síma í hendurnar virðist þá ekki hafa skipt þessa ótal símakaupendur miklu máli. Símarnir eru sagðir ofhitna og glerið springa auðveldlega svo eitthvað nefnt. Við ætlum ræða nýjasta eplaæðið við Guðmund Jóhannsson tæknigúru morgunútvarpsins.

Á dögunum var birt vísindagrein í Nature Medicine sem styður MDMA geti verið mikilvægur þáttur í auka virkni samtalsmeðferða við áfallastreituröskun hjá einstaklingum með langvinna alvarlega áfallastreitu. Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir við geðþjónustu Landspítala kemur til okkar ræða málið ásamt Helgu Þórarinsdóttur, sérnámslækni í faginu.

Loksins erum við gera eitthvað rétt og vel í umhverfismálum. Nýjar tölur Umhverfisstofnunar sýna matarsóun á íslenskum heimilum er undir evrópumeðaltali. Þrátt fyrir það er matarsóun á hvern íslending um 160 kíló á ári. Við erum með háleit markmið og ætlum hafa dregið úr matarsóun um 50% árið 2030 -það er eftir rúm 6 ár. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur á sviði loftslags og hringarásarkerfis veit allt um málið. Hann kíkir til okkar.

Samfylkingin kynnti forgangsröðun flokksins í heilbrigðis- og öldrunarmálum í byrjun vikunnar og þar var efst á blaði fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi. Nokkuð hefur verið rætt um stöðu heimilislækna og þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hægt er sækja á heilsugæslustöðvum undanfarið og við ætlum ræða þau mál við Margréti Ólafíu Tómasdóttur, formann Félags íslenskra heimilislækna, og hvort það raunhæft öll fái fastan heimilislækni.

Lagalisti:

LEONARD COHEN - Suzanne.

LAUFEY - Lovesick.

ELTON JOHN - Tiny Dancer.

MUGISON - É Dúdda Mía.

L

Frumflutt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

3. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,