Morgunútvarpið

14. nóv -Bókaflóðið, handrit á hafsbotni og fréttir vikunnar.

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við förum yfir bókaflóðið og stöðu útgáfu.

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi, þótt smám saman dragi úr hraða kvikuinnstreymis. Hvenær þá búast við næsta gosi? Við tökum stöðuna með Þorvaldi Þórðarsyni.

Höfðaskip nokkuð fórst í vonskuveðri úti fyrir Langanesi árið 1682, með allri áhöfn og dýrmætan farm, m.a. íslensk handrit. stendur til leita þeim. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, leiðir rannsóknina og segir okkur betur frá.

Við förum yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, venju samkvæmt á föstudegi, í þetta skiptið með Sigmari Guðmundssyni, þingflokksformanni Viðreisnar, og Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Frumflutt

14. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,