Morgunútvarpið

13. okt.

Fyrsta alvöru snjókoman á suðvesturhorni landsins þennan veturinn féll í gær. Ótal ferðalöngum til mikilla vandræða. Ekki eru þó öll ósátt við fannfergið. Snjórinn náði gera hlíðar bláfjalla skjannahvítar sem kitlar óneytanlega skíðataugar höfuðborgarbúa. Hvenær búast við því hægt verið skella sér á skíði? Við heyrum í Einari Bjarnasyni rekstrarstjóra Bláfjalla.

Við ætlum heyra af því hverju við erum nær um Lúsmý og ávaxtaflugur -agnarsmáu dýrin sem Íslendingar sameinast um hata. Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands kíkir til okkar. Hann hefur í sumar ásamt samstarfsfólki rannsakað útbreiðslu og greint erfðaefni lúsmýs og ávaxtaflugna. Áherslan er m.a. kortleggja dreifingu þessara tegunda á höfuðborgarsvæðinu og framvindu þeirra yfir sumarið.

Fyrsti snjórinn féll víða um land í gærnótt og gerði það og hálka ökumönnum erfitt fyrir. Til mynda endaði nokkur fjöldi bíla út af eða fastur á Hellisheiði og Öxnadalsheiði. Borgarbúar gagnrýndu það síðasta vetur mjög treglega hefði gengið ljúka snjómokstri í Reykjavíkurborg. Í kjölfarið var greint frá því endurskoða ætti þjónustuhandbók um vetrarþjónustu og stýrihópur skilaði af sér sextán tillögum til efla þá þjónustu. En hefur þeim tillögum verið fylgt eftir og verður staðan öðruvísi þennan veturinn en þann síðasta? Breytir þjónustuhandbók leiknum? Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, verður gestur okkar og svarar þeim spurningum.

Fréttir vikunnar voru óneitanlega viðburðarríkar. Við ætlum rekja þær með vel völdu fólki. Helgi Seljan rannsóknarblaðamaður og Hjördís Guðmundsdóttir Guðmundsdóttir hjá Almannavörnum kíkja til okkar.

Ísraelsk stjórnvöld segja minnst 1.300 Ísraela hafa farist frá því Hamas-samtökin gerðu eldflaugaárás á laugardagsmorgun. Síðan þá hafa um 1.400 Palestínumenn farist í árásum Ísraelshers á Gaza-svæðinu. Þar eru rúmlega sex þúsund særð. Átökin hafa margvísleg áhrif, þar á meðal á stríðið í Úkraínu, en Bloomberg fjallaði sérstaklega um það í fyrradag þau gætu verið heppileg fyrir Rússa, þegar athygli Vesturlanda og aðstoð beinist mögulega frá Úkraínu um tíma. Við ræðum þau mál betur við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Rússlands.

Ríkisráðsfundur verður á Bessastöðum á morgun og ekki síðar en þá kemur í ljós hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni í kjölfar afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármála- og efnahagsráðherra. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur og prófes

Frumflutt

13. okt. 2023

Aðgengilegt til

12. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,