Morgunútvarpið

29. ágúst - Laufey, garðyrkja, vín, útlendingalög, stjórnendur, tækni

Djasssöngkonan Laufey hefur gert það gott um allan heim undanfarið. Hún prýðir forsíðu nýjasta heftis breska tónlistartímaritsins NME og var í Vogue fyrir skemmstu. Við ræddum við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og tónlistarfræðing, um ótrúlegan árangur Laufeyjar og þá miklu athygli sem hún hefur fengið undanfarið.

Við tókum stöðuna á grænmetisbændum? Er uppskeran álitleg í ár, hvernig gengur lifa af garðyrkju á Íslandi og hverjar eru framtíðarhorfurnar? Axel Sæland formaður garðyrkjubænda var á línunni.

Fjallað var um það á viðskiptasíðum Morgunblaðsins í gær ráðamenn í Frakklandi hafi fengið blessun Evrópusambandsins fyrir því greiða bændum sérstakan styrk til eyðileggja vín sem ekki tekst selja. Bændur 200 milljón evrur fyrir eima umframbirgðir af víni og gera úr því etanól. Þá standa bændum til boða styrkir fyrir breyta vínekrum sínum í skóglendi. sögn Financial TImes eiga franskir vínbændur í töluverðum rekstrarvanda vegna minnkandi eftirspurnar á heimsmarkaði, harðnandi samkeppni og samdráttar í víndrykkju á mikilvægum útflutningsmörkuðum. Við ræddum þessa stöðu við Arnar Sigurðsson, vínsérfræðing og eiganda Sante Wines.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sendi forsætisráðherra bréf í gær þar sem hún lýsti áhyggjum sínum vegna útlendingalaganna og skautun í umræðunni. Hún segir ekki hafa verið leitast eftir breiðu pólitísku samstarfi við breytingarnar á útlendingalögum sem samþykktar voru í vor og óvissa um merkingu laganna geti dregið úr trúverðugleika á stefnu landsins í útlendingalögum. Við fengum Þorgerði Katrínu til okkar.

Adriana Karolina Pétursdóttir, formaður Félags mannauðsfólks á Íslandi, var gestur okkar, en frétt á vef RÚV í gær sem bar fyrirsögnina Stjórnendur eru ofmetið fyrirbæri vakti talsverða athygli, en þar var rætt við Frey Eyjólfsson og Margréti Marteinsdóttur, sem störfuðu saman á RÚV. Við ræddum við Adriönu um stjórnendur, hvort þeir séu ofmetnir og hvort þeir séu almennt orðnir of margir í fyrirtækjum.

Guðmundur Jóhannsson okkar maður í tækninni kíkti við í sitt reglulega tæknispjall og ræddi m.a. hreyfiskynjara á kexskápinn og captcha.

Tónlist:

MÚGSEFJUN - Dag eftir dag.

GDRN - Parísarhjól.

LAUFEY - Everything I know about love.

STING - If You Love Somebody Set Them Free.

NANCY SINATRA & LEE HAZLEWOOD - Summer Wine.

Bríet og Ásgeir Trausti - Venus.

PRINS PÓLÓ - París Norðursins.

DAFT PUNK - Get Lucky.

Frumflutt

29. ágúst 2023

Aðgengilegt til

28. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,