Morgunútvarpið

25. júlí - skemmtiferðaskip, fjórhjól, krimmar og Eiðar

Hópur Suðurnesjafólks fer um landið á fjórhjólum en hópurinn kallar sig Melrakka. Hópurinn hélt af stað frá Reykjanestá fyrir um viku og leiðin þvert yfir landið. Ekið var yfir hálendið og alla leið á Langanestá og til baka! Þetta er 15 manna hópur á 12 fjórhjólum en þau hafa gert þetta á sumrin í nokkur ár. Við heyrðum í Guðbergi Reynissyni, formanni Melrakka, sem er í sinni fimmtu ferð.

Hátíðarsalurinn Eiðum á Héraði hefur fengið andlitslyftingu og þá brestur sjálfsögðu á með tónleikahaldi. Jónas Sig taldi í í gær og í kvöld stígur Eyþór Ingi á stokk. Við heyrðinum í vertinum Eiðum, Einari Ben Þorsteinssyni, og spjölluðum um þessa viðbót í viðburðaflóru Austurlands.

Það er ansi heitt undir skemmtiferðaskipunum þessa dagana. Holland hefur ákveðið banna komur skemmtiferðaskipa í miðborgir sínar og skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment sýnir skipin séu einn mesti mengunarvaldur Evrópu en Ísland vermir níunda sætið í Evrópu þegar kemur áhrifum mengunar frá skipunum. Við ræddum ávinning og áskoranir sem fylgja þessari gríðarlegu komu skemmtiferðaskipa til landsins við Arnar Ólafsson, ferðamálastjóra.

Bókmenntaþjóðin er óð í sakamálasögur en vinsældir slíkra sagna hafa aukist mikið síðustu ár. Karl Thoroddsen hefur undanfarið ár unnið í frístundum við útfæra smáforrit sem er hannað fyrir ferðalanga. Það er unnið í samvinnu við fjölda íslenskra sakamálahöfunda. Það heitir Krimmi og sameinar sakamálasögur, nýjustu þrívíddartækni farsímanna og gönguferðir um allt land. Forritið inniheldur yfir 60 sögur skrifaðar af íslenskum sakamálarithöfundum og lesendur leysa sakamálin með því ganga á milli raunverulegra staðsetninga þar sem sögurnar gerast. Karl Thoroddsen kom til okkar.

Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar eins og annan hvern þriðjudag.

Tónlist

SNORRI HELGASON - Haustið '97.

NANNA - Disaster master.

GDRN - Parísarhjól.

FLEETWOOD MAC - Don't Stop.

EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín.

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Krókurinn.

JAIN - Makeba.

ELTON JOHN - I'm still standing.

Frumflutt

25. júlí 2023

Aðgengilegt til

24. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,