Hengill ultra fer fram um helgina. Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur hefur sigrað í lengstu vegalengdum í hlaupinu og veit hvað þarf til að sigra sjálfan sig og aðra í ofurhlaupi. Hún kemur til okkar.
Hvað eru græn fjármál, græn skuldabréf og grænþvottur? Bjarni Herrera er sérfræðingur í sjálfbærum fjármálum, hefur nýlega skrifað bók um málið og leit við hjá okkur í morgunkaffi.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir stöðuna á biðlistum eftir þjónustu barna vera óboðlega. Hún kom til okkar.
Matthías Sveinbjörnsson er einn þeirra sem kemur að skipulagninu flugsýningarinnar á Reykjavíkurflugvelli sem fer fram um helgina. Hann sagði okkur frá henni.
Gervispilanir á streymisveitum á borð við Spotify eru ekki nýjar af nálinni en hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir slíkt? Andri Þór Jónsson er yfirmaður stafrænna dreifingarmála hjá Öldu music. Hann var gestur okkar í lok þáttar.
Tónlist:
Bubbi Morthens - Dansaðu.
Talking Heads - And she was.
Jóhann Helgason - She's Done It Again.
Magni Ásgeirsson, Svavar Hafþór Viðarsson - Aðeins eitt.
Jónas Sig - Að lokum.
Dr. Gunni, Salóme Katrín - Í bríaríi.
Fleetwood Mac - Dreams.
Billie Eilish - Bad Guy.
Kusk & Óviti- Flugvélar.