Morgunútvarpið

Kjaramál, áfengi og lýðheilsa, viðhorf til ríkra, saga daganna, leikskóla samskipti og djúpfalsanir

Finnbjörn A. Hermansson, forseti Alþýðusambands Íslands ræddi stöðuna í kjaraviðræðum og efnahagsmálin almennt.

Oft var þörf, en er nauðsyn standa vörð um lýðheilsu. Hver á annars bera ábyrgð á skaðanum og borga brúsann spyr Alma D. Möller, landlæknir í erindi á málþingi um áfengi og lýðheilsu í dag. Við ræddum áfengis og vímuvarnir við landlækni og Siv Friðleifsdóttur sem stýrir málþinginu.

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko, var til viðtals í Rokklandi á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann ræddi m.a. neikvætt umtal og markaðshyggju, og sagði það væri tabú koma af peningum á Íslandi. Við töluðum við Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem töluvert hefur rannsakað efnahag og ójöfnuð, og spurðum um viðhorf Íslendinga til ríkra samlanda sinna.

Í dag er sprengidagur, í gær var bolludagur og á morgun er bæði öskudagur og valentínusardagur. Það er því nóg um hátíðahöld og hefðir þessa vikuna. Við ræddum við Terry Gunnell, þjóðfræðing, sem þekkir þessa daga og sögu þeirra vel.

Bryndís Gunnarsdóttir doktorsnemi og aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur rannsakað óyrt félagsleg samskipti tveggja ára barna í leikskóla þar sem hún horfir m.a. til húmors og félagslegrar samheldni.

Guðmundur Jóhannsson ræddi djúpfalsanir við okkur í tæknihorninu.

Tónlist:

Á móti sól - Ég verð komast aftur heim.

Wings - Another day.

Troye Sivan - One of your girls.

Friðrik Dór - Aftur ung (dansaðu við mig).

Patri!k og Luigi - Skína.

Ómar Ragnarsson og Geirfuglarnir - Sprengidagur - Saltkjöt og baunir.

Hannes ft. Waterbaby - Stockholmsvy.

U2 - Even better than the real thing.

Frumflutt

13. feb. 2024

Aðgengilegt til

12. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,