Morgunútvarpið

Grammy-verðlaunin, staðan hjá Icelandair, Norður-Írsk stjórnmál, Facebook 20 ára og fjölskyldusameiningar.

Við fórum yfir Grammy verðlaun gærkvöldsins með Arnari Eggerti Thorodssen.

Sólveig Jónsdóttir, sem þekkir vel til á Norður-Írlandi, spjallaði við okkur um Norður-Írsk stjórnmál og tíðindi í þeim -ma. hvort sameinað Írland í augsýn.

Við ræddum tuttugu ára afmæli facebook við Tryggva Frey Elínarson, sérfræðing í samfélagsmiðlum og stjórnanda hjá Datera, um hlutverk og markmið Facebook og þá, breytingar og hugmyndafræði.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var gestur okkar eftir átta fréttir. Félagið birti ársuppgjör síðasta árs í lok síðustu viku og margt ræða.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, íþróttafréttamaður, kom með funheitan íþróttapakka.

Mikið hefur verið rætt um fjölskyldusameiningar og ýmsu haldið fram um það fyrirkomulag. Kristjana Fenger lögfræðingur Rauða Krossins á Íslandi og Díana Sigurðardóttir, verkefnastjóri í fjölskyldusameiningu komu til okkar og fóru yfir staðreyndir málsins.

Tónlist:

Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.

Inspector Spacetime - Smástund.

Miley Cyrus - Flowers.

Fontaines D.C. - Boys In The Better Land.

GDRN & Friðrik Dór og Moses Hightower & Stórsveit Reykjavíkur -Springur út.

Flott - Með þér líður mér vel.

Jamiroquai - Space cowboy.

Friðrik Dór Jónsson, Kvikindi - Úthverfi.

GusGus - When we sing.

Frumflutt

5. feb. 2024

Aðgengilegt til

4. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,