Kjaradeilur eru ekki bara til umræðu hér heima, því enn og aftur hafa verkföll nú áhrif á lestarsamgöngur í Bretlandi. Sigrún Sævarsdóttir Griffiths var á línunni frá Lundúnum.
Þessa dagana er í gangi könnun á þjónustu Heilsugæslunnar en niðurstöður hennar eiga að nýtast við að gera þjónustuna hagkvæma, skilvirka og einstaklingsmiðaða. Á sama tíma er umræðan um langan biðtíma og þjónustuskort í heilsugæslunni hávær. Við fengum Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Herdísi Sveinsdóttur prófessor við Hjúkrunar- og ljósmóðufræðideild Háskóla Íslands til okkar og ræddum málið.
Hluti úr breskri sprengju sem notuð var í seinni heimsstyrjöldinni kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA7 við veiðar á Rifsbakka á dögunum. Við ræddum við Jónas Karl Þorvaldsson, yfirmann séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar og sprengjusérfræðing, um sprengjur sem finnast reglulega, hvað gæslan gerir þegar þær finnast og almennt um verkefni sprengjusérfræðinganna.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var gestur okkar og við ræddum stöðu kjaraviðræðna, aðkomu stjórnvalda og nýja rannsókn sem leiddi í ljós aukna einangrun lágtekjufólks í Reykjavík.
Við smelltum okkur í vikulegt íþróttaspjall og fengum til okkar Evu Björk Benediktsdóttur íþróttafréttamann.
The Piper er titill nýjust kvikmyndar leikstjórans Erlings Óttars Thoroddsen, en hann hefur áður leikstýrt m.a. kvikmyndunum Kulda og Rökkri, svo eitthvað sé nefnt. The Piper er væntanleg í bíó hér á landi og við fengum Erling til okkar í spjall og forvitnuðumst um nýju myndina og framtíðarverkefni.
Tónlist:
Valdimar Guðmundsson og Memfismafían - Það styttir alltaf upp.
Davið Bowie - Golden years.
The Libertines - Run run run.
Blur - Charmless man.
GDRN - Parísarhjól.
James Taylor - Fire and rain.
Flott - L'amour.
The Beatles - Don't let me down.
Gus Gus - Ladyshave.