Morgunútvarpið

15. des. - Fangelsi, vindorka, skata, fréttaspjall, heilsa barna

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fullnustu refsinga og fangelsismál hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og ein þeirra sem hefur tjáð sig um hana er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingsmaður sem m.a. bendir á dæmi um ofbeldismenn afpláni ekki alltaf dóma sína vegna þess fangelsin geti ekki tekið við þeim. Þorbjörg lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu þessara mála í dag og hefur fengið svör. Við fórum yfir stöðuna með Þorbjörgu.

Löggjöf um nýtingu vindorku hefur algjörlega skort hér á landi en þriggja manna starfs­hópur til sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, skipaði hefur unnið til­lög­um um drög lög­um og reglu­gerð í þeim málum. Starfshópurinn kynnti niðurstöður sínar í vikunni. Við ræddum málið við Guðlaug.

Fyrir mörgum koma hreinlega jólin ekki nema kæst skata og allur fnykur sem henni fylgir fylli vitin á þorláksmessu. En til þess landinn geti notið (eða alls ekki) skötunnar þarf heljarinnar ferli eiga sér stað í margar vikur fyrir jólahátíðina. Snorri Páll Ólason sérfræðingur hjá Matís, sem hefur stúderað örverurnar sem valda kæsingunni, kíkti til okkar.

Við ræddum svo fréttir vikunnar með góðum gestum sem þessu sinni voru þau Gígja Hólmgeirsdóttir dagskrárgerðarmaður og Gunnlaugur Bragi Björnsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu.

Er hægt kortleggja velferð barna út frá erfðum eða umhverfi, atlæti og uppeldi? það hægt, getum við þá leyst öll þau heilsutengdu vandamál sem fyrri kynslóðir stóðu frammi fyrir í eitt skipti fyrir öll? Benedikt Hallgrímsson, prófessor við háskólann í Calgary í Kanada hefur unnið verkefni sem kallast eitt barn, öll börn -sem kannar þessi mál í stærra samhengi. Verkefnið hlaut frá kanadíska ríkinu stærsta styrk sem nokkuð verkefni við skólann hefur hlotið. Benedikt sagði okkur betur frá því.

Lagalisti:

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það snjóar.

U2 - Christmas.

BOGOMIL FONT ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Hinsegin jólatré.

ICEGUYS - Þessi týpísku jól.

BIG COUNTRY - Look Away.

Frumflutt

15. des. 2023

Aðgengilegt til

14. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,