Morgunútvarpið

19. okt. - Rjúpur, umhverfi, loftslag, kauphöll, Úkraína og mótmæli

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun og stendur í mánuð. Umhverfisstofnun gerir tillögu fyrirkomulagi rjúpnaveiða hvers árs, sem umhverfisráðherra svo samþykkir, en baki tillögunni liggur heilmikil vinna og rannsóknir. Við slógum á þráðinn norður til Akureyrar og heyrðum í Bjarna Jónassyni teymisstjóra í teymi lífríkis- og veiðistjórnunar og fræddumst um hvað liggur baki ákvörðun hvers árs og hvernig fyrirkomulagið verður þessu sinni.

Umhverfið skiptir okkur öll máli og Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur verið óþreytandi í breiða út þann boðskap og mikilvægi þess umhverfisþættir séu teknir með í myndina þegar unnið er skipulagi og uppbyggingu hvarvetna. Páll kom til okkar og ræddi þessi mál og sagði okkur m.a. hvernig þrívíddartækni getur nýst í umhverfissálfræðinni.

Fjórða matsskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar var gefin út og kynnt í gær en skýrslan staðfestir, svo ekki verður um villst, loftslagsbreytingar eru byrjaðar breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks hér á landi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Við ræddum niðurstöðurnar við Halldór Björnsson, loftslagsfræðing og formann nefndarinnar.

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar var gestur okkar og við ræddum stöðuna á íslenska markaðnum, skráningar fyrirtækja og aðkomu almennings sem hefur breyst nokkuð á undanförnum misserum.

Tveir a.m.k. fórust þegar rússnesk eldflaug hæfði fjölbýlishús í úkraínsku borginni Zaporozhzhia í gærnótt. Karl Þormóðsson bjó þar ásamt fjölskyldu sinni þegar Rússar réðust inn í landið og þá heyrðum við í honum þar, en hefur hefur verið hér á landi undanfarið. Við ræddum við Karl um stöðuna í Zaporozhzhia og hvenær hann býst við geta snúið aftur heim.

Við ræddum mótmælamenningu hér á landi og í Evrópu, kannski sérstaklega Bretlandi, í lok þáttar við Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.

Tónlist:

Vök - Ég bíð þín.

Sade - Smooth operator.

Oasis - Live forever.

Maneskin - Beggin.

Bubbi - Holan.

First Aid Kit - My silver lining.

Bruce Springsteen - Dancing in the dark.

Hipsumhaps - Góðir hlutir gerast hææægt.

Frumflutt

19. okt. 2023

Aðgengilegt til

18. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,