Morgunútvarpið

12. okt. - Ferðaþjónusta, Jafnvægisvog, kjaramál, veður, Skaginn

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni var slegið met í seldum gistinóttum á Norðurlandi í júlí og ágúst. Sumartímabilið virðist vera lengjast og reikna með millilandaflug um Akureyrarflugvöll spili þar inn. Við slógum á þráðinn norður og heyrðum í Halldóri Óla Kjartanssyni verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Norðurlands um uppgang í ferðaþjónustu og nýtt vöruþróunarverkefni, sem ber heitið Straumhvörf.

Aðeins lítill hluti forstjóra stórra fyrirtækja hér á landi eru konur. Þessu stefna forsvarsmenn Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu því breyta. Eitt markmiða verkefnisins er auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi svo árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Bryndís Reynisdóttir verkefnastjóri hjá FKA kom til okkar og fór yfir stöðuna.

Stjórnarandstaðan gagnrýndi á þingi í gær óvissuna hvað varðar efnahagsmálin og fjárlögin eftir afsögn Bjarna Benediktssonar sem fjármála- og efnahagsráðherra. Við ræddum við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM, um stöðuna í efnahagsmálunum, afsögn ráðherra, kjaraveturinn framundan og aðhald í ríkisrekstri.

Fjöldi bíla er fastur á Hellisheiði og við slógum á þráðinn til Jóns Þórs Víglundssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar sem fór yfir stöðuna með okkur.

Í nýrri skýrslu Alþýðusambands Íslands um erlent launafólk og brotastarfsemi á vinnumarkaði kemur fram 56 prósent innflytjenda segjast hafa orðið fyrir vinnumarkaðsbrotum á síðustu tólf mánuðum. Við ræddum skýrsluna, sem dregur fram tvískiptingu vinnumarkaðar hér á landi, við Karen Ósk Nielsen Björnsdóttur, lögfræðing hjá ASÍ, og Steinunni Bragadóttur, hagfræðing hjá sambandinu.

Við heyrðum svo af nýjum sjónvarpsþáttum sem bera heitið Skaginn og hefja göngu sína á RÚV á mánudaginn kemur. Hannes Halldórsson er í hlutverki framleiðanda þessara þátta og hann kíkti til okkar og sagði okkur betur frá, en þættirnir fjalla um ótrúlega sigursæla lið ÍA sem varð Íslandsmeistari karla í knattspyrnu fimm ár í röð.

Tónlist:

Myrkvi - Early warning.

Jamiroquai - Little L.

Malen og Raven - Right?

Aretha Franklin - You make me feel like a natural woman.

Housemartins - Happy hour.

Valdimar Guðm. og Memfismafían - Okkar eigin Osló.

Hall and Oates - Maneater.

Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.

Noah and the Whale - L.I.F.E.G.O.E.S.O.N.

Hljómar - Heyrðu mig góða.

Stebbi Jak - Líttu í kringum þig.

Frumflutt

12. okt. 2023

Aðgengilegt til

11. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,