• 00:34:51Leggangan
  • 00:59:32Fréttir vikunnar
  • 01:23:49Töðugjöld
  • 01:34:30Tónaflóð Rásar 2

Morgunútvarpið

18. ágúst - Leggangan, Töðugjöld, fréttir vikunnar og Tónaflóð

Umsjón: Rúnar Róbertsson og Hafdís Helga Helgadóttir

Þann 7. október munu um 130 konur taka þátt í Leggöngunni sem Snjódrífur standa fyrir til stuðnings Lífskrafti. Markmið Leggöngunnar er safna fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð fyrir fólk sem þarf takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Ágóði söfnunarinnar rennur til Lífskrafts sem hefur það markmið safna áheitum fyrir krabbameinstengd verkefni og um leið minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi. Til okkar komu Aðalheiður Birgisdóttir (Heiða í Nikita) og Anna Sigríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Spildu.

Fréttir vikunnar eru á sínum stað. Nóg ræða eftir vikuna. Í þetta sinn komu Oddur Þórðarson fréttamaður og Karen Kjartansdóttir almannatengill til okkar spjalla um það hvað bar hæst, hvað var skemmtilegast og hvað var skrítnast.

Töðugjöld á Hellu er bæjarhátíð þar sem áherslan hefur verið á nærsamfélagið en ekki sem flesta gesti á svæðið. Við hringdum til Hellu og tölum við Eirík Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Rangárþingi ytra.

Svo í lok þáttar kom Matthías Már Magnússon dagstjóri Rásar2 til okkar til þess segja okkur nánar frá Tónaflóði Rásar 2 sem er við Arnarhól á Menningarnótt eins og vani er en tuttugu ár eru síðan það fyrsta fór fram

Lagalisti:

GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.

Bubbi Morthens - Fallegur Dagur.

MUGISON - Stóra stóra ást.

RAGGA GÍSLA & BESTA BAND - Úpsí búpsí.

The Revivalists - Wish I knew you.

JÚNÍUS MEYVANT - Beat Silent Need.

LENNY KRAVITZ - Believe.

Bríet - Sólblóm.

Frumflutt

18. ágúst 2023

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,