Morgunútvarpið

20. júlí - Barbenheimer, ferðalög, brunavarnir og golfmót

Bandarískir ferðamenn hafa slegið öll met í eyðslu í sumar en bara í júnímánuði var kortavelta þeirra tæpir 15 milljarðar króna sem er meira en Íslendingar hafa varið í lækna- og tannlæknaþjónustu allt árið. Magnús Sigurbjörnsson forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar fór yfir helstu ferðamannatölurnar með okkur.

Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður, er núna við störf á stærsta golfmóti ársins á Englandi, OPNA mótinu sem fram fer á Hoylake vellinum í Liverpool næstu daga. Hann mun mynda bestu kylfinga heims og byrjar í dag elta nýsjálendinginn Adam Scott, englendinginn Tommy Fleetwood og bandaríkjamanninn Scottie Scheffler. Friðrik Þór er gera sig klárann í daginn og var á línunni hjá okkur.

Hvers vegna er allur munur á því ferðast með barnakerru í flug eða hjólastól fyrir fullorðna manneskju með fötlun? Embla Guðrúnar Ágústsdóttir spurði sig því eftir sumarfrí fjölskyldunnar þar sem gert var ráð fyrir kerru sonar hennar en það koma hjólastól hennar í flug var bæði flókið og afar kvíðavaldandi upplifun. Embla Guðrún sem er aktivisti og félagsfræðingur, kom til okkar.

Af til heyrast fréttir af bruna þar sem talið er líklegt kviknað hafi eldur vegna hleðslu á rafhlöðum, gildi einu hvort um ræða raf­hlöðu fyr­ir raf­hjól, raf­hlaupa­hjól, farsíma eða önnur tæki sem nota end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður. Aldrei er góð visa of oft kveðin þegar kemur forvörnum og til ræða þær við okkur kom til okkar Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Svo spáum við í kvikmyndir í lok þáttar. Þessa vikuna eru tvær stórmyndir frumsýndar í kvikmyndahúsum, annars vegar bíómynd um Barbie, dúkkuna sem öll börn heims þekkja, og hinsvegar Oppenheimer, manninn sem þróaði atómbombuna. Við fyrstu sýn virðast þessar myndir ekki eiga neitt sameiginlegt en þó hefur gripið um sig hálfgert æði á samfélagsmiðlum þar sem fólk keppist við ræða hvora myndina eigi sjá á undan hinni og myndirnar fengið sameiginlega nafnið Barbenheimer. Við fengum til okkar hjónin og spekúlantana Nínu Richter, sem veit allt um Barbie, og Kristján Hrannar Pálsson sem veit allt um Oppenheimer.

Tónlist

EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.

DUA LIPA - Dance The Night.

JÚNÍUS MEYVANT - Rise up.

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Aldrei Liðið Betur.

TEITUR MAGNÚSSON - Kamelgult.

ICEGUYS - Rúlletta.

DRAUMFARIR - Ást við fyrstu seen (ft. Króli).

ÁHÖFNIN Á HÚNA - Sumardagur.

ÁSGEIR TRAUSTI - Sumargestur.

AQUA - Barbie Girl.

Frumflutt

20. júlí 2023

Aðgengilegt til

19. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,