Morgunútvarpið

11. nóv -Grindavík, Grammy-verðlaunin og áhrif Trump á Rússland

Í gær var ár liðið frá því Grindavíkurbær var rýmdur vegna mestu náttúruhamfara síðari tíma á Íslandi. Hvað hefur lærst jarðfræðilega á þessu ári og hvað er vitað um framhaldið? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur kemur til okkar.

Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og tónlistarsérfræðingur, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum tilnefningar til Grammy-verðlaunanna.

Fyrrum ráðgjafi Donalds Trumps segir næsta ríkisstjórn Bandaríkjanna ætli stuðla því koma á friði í Úkraínu, frekar en endurheimta hernumin landsvæði. Krímskagi runninn Úkraínumönnum úr greipum. Þetta kom fram í hádegisfréttum í gær. Við ræðum málið við Jón Ólafsson prófessor í menningarfræði og rússlandsfræðum.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar með Almarri Ormarssyni, íþróttafréttamanni.

Við höldum síðan áfram ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða sig fram til Alþingis, í þetta skiptið Ölmu Möller, oddvita Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Bergþór Ólason, oddvita Miðflokksins í sama kjördæmi.

Frumflutt

11. nóv. 2024

Aðgengilegt til

11. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,