Morgunútvarpið

20. sept. -Ísbjarnarblús, siðferðiskennd þjóðar, fangaflutningur o.fl..

Ísbjarnarhúnn var felldur í fjörunni á Höfðaströnd í Jökulfjörðum um fjögurleitið í gær. Hræ húnsins var flutt til Reykjavíkur í gærkvöldi og til stendur rannsaka dýrið frekar. Iðlulega þegar ísbirnir rata á Íslandsstrendur vakna spurningar um það hvort virkilega nauðsynlegt aflífa dýrin. Við hefjum þáttinn á smá ísbjarnaspjalli við Sigrúnu Ágústsdóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar.

Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um íslenskt samfélag þurfi á einhvers konar naflaskoðun halda, við höfum jafnvel farið út af sporinu. Samtímis og við ræðum nauðsyn þess halda þéttar utan um börn var barist fyrir því langveikt barn fengi dvelja hér. Er til eitthvað sem heitir siðferðiskennd þjóðar? Við ræðum við siðfræðinginn Henrý Alexander Henrýsson.

Morgunblaðið greindi frá því í gær dómsmálaráðherra segi sjálfsagt skoða semja við önnur ríki um hýsa fanga með erlendan ríkisborgararétt. Yfirfull fangelsi hafa leitt til þess önnur ríki hafa skoðað fara þessa leið, sem við ætlum ræða við Margréti Valdimarsdóttur, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands.

Spænski miðjumaðurinn Rodri, leikmaður Manchester City, hefur greint frá því leikmenn í bestu deildum heims íhugi verkfallsaðgerðir vegna fjölgunar leikja og aukins álags. Við ræðum mögulegt verkfall knattspyrnumanna við Jóhann Helgason, sérfræðing í fjármálum knattspyrnufélaga.

Venju samkvæmt förum við síðan yfir fréttir vikunnar, í þetta skiptið með fjölmiðlafólkinu Sindra Sindrasyni og Kristínu Ólafsdóttur.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Ísbjarnarblús.

INSPECTOR SPACETIME & UNNSTEINN - Kysstu mig (feat. Unnsteinn).

Una Torfadóttir - Fyrrverandi.

BJÖRG - Timabært.

Birnir - Spurningar (ft. Páll Óskar).

Carpenter, Sabrina - Please Please Please.

OASIS - Don't Look Back In Anger.

Frumflutt

20. sept. 2024

Aðgengilegt til

20. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,