Morgunútvarpið

Sápubolti, hraðakstur við vegaframkvæmdir, Covid smit og götubitahátíð

Núna hafa um 330 þátttakendur skráð sig til leiks á Sápuboltamótið á Ólafsfirði um helgina í 56 liðum. Þetta mun vera mesti fjöldi þátttakenda sem hafa tekið þátt hingað til. Þátttakendur eru hvattir til mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn. Sápustjórinn Ásgeir Frímannsson var á línunni.

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar eru enn yfirstandandi eins og margir hafa eflaust orðið varir við. Vegagerðin segir framkvæmdirnar gangi vel - en það hefur verið töluvert um hraðakstur á vinnusvæðinu; margir sem virða ekki hraðamörk og hættan auðvitað mikil fyrir vinnandi fólk þar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, ræddi þetta við okkur, og einnig vegblæðingar víðs vegar á þjóðveginum sem hafa verið til umræðu - til dæmis í tengslum við mótmæli bifhjólafólks í vikunni.

Það er töluvert um covidsmit í samfélaginu núna. Á nokkrum deildum Landspítala hefur hreinlega geisað faraldur - bæði sjúklingar og starfsmenn hafa verið smitast og það getur valdið röskun á daglegri starfsemi sjúkrahússins. Covidveiran er orðin svipuð og aðrar öndunarfæraveirur, sem hafa líka verið til vandræða í vetur, en er ástæða til hafa sérstakar áhyggjur af covid? Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir sagði okkur nánar frá stöðunni.

Götubitahátíðin fer fram um helgina í Hljómskálagarðinum. Þetta er stærsti matarviðburður á Íslandi sögn viðburðarhaldara. Á hátíðinni verða um 30 söluaðilar í matarvögnum og sölubásum og keppnin um Besta götubita Íslands 2024 fer einnig fram samhliða en sigurvegari þeirrar keppni tekur þátt í European Street Food Awards seinna á árinu. Róbert Aron Magnússon, sem sér um hátíðina, og Silli kokkur sem átti besta borgarann á Europe streetfood awards fyrir tveimur árum komu til okkar.

Lagalisti:

Bubbi Morthens - Háflóð

Fleetwood Mac - Sara

Jónfrí og Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel

Mugison - Stóra stóra ást

The Stone Roses - Fools Gold

Baggalútur - Allir eru fara í kántrí

Daði Freyr - Thank You

The La's - There She Goes

Plan B - She Said

Level 42 - Lessons In Love

Pet Shop Boys - Loneliness

Frumflutt

18. júlí 2024

Aðgengilegt til

18. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,