Morgunútvarpið

13. nóv -Skemmdir hjá HS veitum, skólabörn Grindavíkur o.fl..

Staðan í Grindavík er óbreytt og áfram eru taldar verulegar líkur á eldgosi. Hvar og hvenær er óvíst. Ljóst er Grindavíkurbær er illa skemmdur eftir skjálftana á föstudag. Almannavarnir fóru yfir stöðuna í morgunsárið og þar varmeðal annars farið yfir hvort óhætt hleypa fleiri Grindvíkingum heimilum sínum sækja nauðsynjar og fleira. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar ræddi við okkur um könnunarleiðangur sem hann var á leið í inn í Grindavíkurbæ.

Páll Erland, forstjóri HS Veitna, var gestur okkar hálf átta. Í gær var greint frá því dreifikerfi HS Veitna væri laskað eftir skjálftahrinuna og gliðnunina, heitavatnslaust væri á hluta Grindavíkurbæjar og ólíklegt hægt ráðast í viðgerðir í bráð.

Mikil vinna hefur farið fram um helgina hjá sveitarfélögum til tryggja grindvískum börnum skólavist. En hvar standa þau mál, mæta þau í leik- og grunnskóla þennan morguninn? Við ræðum við Eystein Þór Kristinsson, skólastjóra grunnskóla Grindavíkur.

Trausti Fannar Valsson, deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands, var gestur okkar eftir átta fréttir. Við ræddum lög um almannavarnir og lagalegan grundvöll rýmingar af því tagi sem við sáum í Grindavík um helgina.

Við heyrðum líka í Auðunni F. Kristinssyni verkefnastjóra á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar og framkvæmdastjóra siglingasviðs um viðbragðsstöðu gæslunnar og viðveru varðskipsins Þórs nærri Grindavík.

Íþróttirnar voruþrátt fyrir allt á sínum stað. Eva Björk Benediktsdóttir íþróttafréttamaður fór yfir þær.

Frumflutt

13. nóv. 2023

Aðgengilegt til

12. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,