Morgunútvarpið

30. okt. - Glæpasögur, Gaza, villikettir, fæðingar, íþróttir

Svartfuglsverðlaunin hafa verið veitt um nokkurra ára skeið en þeim standa standa glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, ásamt útgefanda sínum, Veröld. Verðlaunin eru veitt höfundi sem hefur ekki sent frá sér glæpasögu áður og nafnleynd hvílir yfir innsendum handritum. þessu sinni var það Ragnheiður Jónsdóttir sem hlaut verðlaunin fyrir sögu sína Blóðmjólk sem er hennar allra fyrsta ritverk. Ragnheiður er búsett í Bandaríkjunum um þessar mundir en við náðum tali af henni áður en hún hélt aftur heim.

Það vakti hörð viðbrögð margra Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gaza á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Þrátt fyrir Ísland hafi setið hjá var tillaga um tafarlaust og langvarandi vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs samþykkt. 120 ríki greiddu með tillögunni. Ísrael hefur þó aðeins hert árásir sínar á Gaza síðan. Hvaða vægi hefur atkvæðagreiðslan? Við ræddum við Eirík Bergmann um það og þá staðreynd utanríkisráðherra greiddi atkvæði gegn vilja forsætisráðherra.

Við kynntum okkur starfsemi Villikatta, félags sem stendur vörð um dýravelferð villikatta á Íslandi. Félagið sárvantar m.a. fleiri fósturheimili þessa dagana og þær Ásdís Erla Valdórsdóttir og Anna Jóna Ingu Ólafardóttir komu til okkar og sögðu okkur af starfseminni og markmiðum hennar.

Embla Ýr Guðmundsdóttir ljósmóðir varði á dögunum doktorsverkefni sitt við Háskóla Íslands þar sem hún skoðar fæðingarútkomur kvenna af erlendum uppruna samanborið við konur með uppruna í landinu. Innflytjendum fjölgar hratt hér á landi en 13,6 prósent þjóðarinnar voru með erlent ríkisfang árið 2020. Samt sem áður er takmörkuð þekking fyrir hendi um heilsufar kvenna af erlendum uppruna á barneignaraldri á Íslandi, aðgengi þeirra heilbrigðiskerfinu og reynslu af barneignarþjónustu hér. Embla Ýr sagði okkur meira.

Við ræddum svo íþróttir við Helgu Margréti Höskuldsdóttur íþróttafréttamann þar sem við beindum sjónum okkar sérstaklega íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu.

Tónlist:

Rúnar Þór - Kóngurinn vetur.

Van Morrison - Brown eyed girl.

Hildur Vala - Oddaflug.

Sycamore Tree - Heart burns down.

Genesis - Invisible touch.

Beyoncé - Cuff it.

Wings - Another day.

Hjálmar - Taktu þessa trommu.

Prince - I wanna be your lover.

Elín Hall - Rauðir draumar.

Frumflutt

30. okt. 2023

Aðgengilegt til

29. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,