Kröftug kvennastund er orðinn árlegur viðburður á vegum Krafts þar sem konur segja frá sinni reynslu af krabbameini og hvaðan þær sækja styrk sinn og kraft. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir, viðburðar- og fjáröflunarfulltrúi Krafts og Sunna Kristín Hilmarsdóttir, verkefnastjóri hjá HR kíkja í fyrsta bolla dagsins.
Óvissustig almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Það er ekki langt síðan Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur kom til okkar og þá taldi hann líklegt að tæpt ár væri í næsta gos á Reykjanesi. Við veltum því fyrir okkur hvort ný gögn sem hafa komið fram síðan þá og nýjasta hrinan breyti þar einhverju um. Þorvaldur kíkir til okkar til að setja okkur almennilega inn í málin.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, verður á línunni hjá okkur en hann skrifaði á dögunum færslu um yfirvofandi skort á flugmönnum og að íslenskir flugskólar eigi í erfiðleikum með að manna námskeið. Hann segir eina ástæðuna mögulega vera að námið sé ekki hluti af niðurgreiddu íslensku menntakerfi og spyr hvort það sé í lagi að aðeins þau sem hafa traust bakland eða greiðan aðgang að fjármagni geti lært til atvinnuflugmanns. Við ræðum þessi mál betur við hann.
Á morgun fer fram málstofa á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um tekjujöfnun í anda Richard Nixon. Jöfnun tekna er umtalsverður hluti útgjalda hins opinbera. Kerfið hér er margslungið, flókið og krefst umtalsverðrar umsýslu en á málstofunni verður fjallað um annan valkost, neikvæðan tekjuskatt, sem mjög var til umræðu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Daði Már Kristófersson, prófessor við Háskóla Íslands og varaformaður Viðreisnar mætir til okkar.
Um það bil tveir fá heilaslag eða heilablóðfall á hverjum degi hér á landi og þeim fer fjölgandi. Ýmislegt er þó hægt til að spyrna við þeirri þróun og jafnframt þeim skaða sem slag getur valdið. Alþjóðadagur slagsins er á sunnudaginn og því stendur til að ræða þessi mál með fagaðilum í Þjóðminjasafninu. Samtökin Heilaheill standa meðal annarra að vitundarvakningunni og Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla kemur til okkar í spjall.
Lagalisti:
DRAUMFARIR - Ást við fyrstu seen (ft. Króli).
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.
Lykke Li - I Follow Rivers (The Magician Remix).
CHILDISH GAMBINO - Redbone.
THE JAM - Going Underground.
JAMIROQUAI - Cosmic Girl.
XTC - Making Plans For Nigel.
BENNI HEMM HEMM & URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ - Á óvart.
Bombay Bicycle Club - Always Like This.
JÓHANN HELGASON - She's Done It Again.
LAY LOW - Little By