Morgunútvarpið

Jarðhræringar, flugnám, neikvæður tekjuskattur o.fl..

Kröftug kvennastund er orðinn árlegur viðburður á vegum Krafts þar sem konur segja frá sinni reynslu af krabbameini og hvaðan þær sækja styrk sinn og kraft. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir, viðburðar- og fjáröflunarfulltrúi Krafts og Sunna Kristín Hilmarsdóttir, verkefnastjóri hjá HR kíkja í fyrsta bolla dagsins.

Óvissustig almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Það er ekki langt síðan Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur kom til okkar og þá taldi hann líklegt tæpt ár væri í næsta gos á Reykjanesi. Við veltum því fyrir okkur hvort gögn sem hafa komið fram síðan þá og nýjasta hrinan breyti þar einhverju um. Þorvaldur kíkir til okkar til setja okkur almennilega inn í málin.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, verður á línunni hjá okkur en hann skrifaði á dögunum færslu um yfirvofandi skort á flugmönnum og íslenskir flugskólar eigi í erfiðleikum með manna námskeið. Hann segir eina ástæðuna mögulega vera námið ekki hluti af niðurgreiddu íslensku menntakerfi og spyr hvort það í lagi aðeins þau sem hafa traust bakland eða greiðan aðgang fjármagni geti lært til atvinnuflugmanns. Við ræðum þessi mál betur við hann.

Á morgun fer fram málstofa á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um tekjujöfnun í anda Richard Nixon. Jöfnun tekna er umtalsverður hluti útgjalda hins opinbera. Kerfið hér er margslungið, flókið og krefst umtalsverðrar umsýslu en á málstofunni verður fjallað um annan valkost, neikvæðan tekjuskatt, sem mjög var til umræðu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Daði Már Kristófersson, prófessor við Háskóla Íslands og varaformaður Viðreisnar mætir til okkar.

Um það bil tveir heilaslag eða heilablóðfall á hverjum degi hér á landi og þeim fer fjölgandi. Ýmislegt er þó hægt til spyrna við þeirri þróun og jafnframt þeim skaða sem slag getur valdið. Alþjóðadagur slagsins er á sunnudaginn og því stendur til ræða þessi mál með fagaðilum í Þjóðminjasafninu. Samtökin Heilaheill standa meðal annarra vitundarvakningunni og Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla kemur til okkar í spjall.

Lagalisti:

DRAUMFARIR - Ást við fyrstu seen (ft. Króli).

Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.

EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.

Lykke Li - I Follow Rivers (The Magician Remix).

CHILDISH GAMBINO - Redbone.

THE JAM - Going Underground.

JAMIROQUAI - Cosmic Girl.

XTC - Making Plans For Nigel.

BENNI HEMM HEMM & URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ - Á óvart.

Bombay Bicycle Club - Always Like This.

JÓHANN HELGASON - She's Done It Again.

LAY LOW - Little By

Frumflutt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

25. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,