Morgunútvarpið

17. okt.

Mat­væla­stofn­un hef­ur heim­ilað notk­un lúsa­lyfja á átta lax­eld­is­svæðum. Ágengni lúsana á sunnanverðum Vestfjörðum er verri en nokkru sinni á þeim slóðum. Berg­lind Helga Bergs­dótt­ir, sér­greina­dýra­lækn­ir hjá MAST óttast lúsin orðin harðgerari og búin aðlagast köldum sjó við Íslandsstrendur en hingað til hef­ur lúsin drepist í köldum sjónum á veturna sem hefur þá dregið úr magni lúsa á vorin. Við ræðum málið við Berglindi.

Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta. Við ræðum stöðuna á Eddu, húsi íslenskunnar, sem var tekið í notkun í apríl síðastliðnum og hvernig og hvenær handritasafn þjóðarinnar verði flutt í nýtt hús stofnunarinnar.

Á dögunum var fjallað um niðurstöður nýrrar rannsóknar í breska vikuritinu The Economist sem leiddi í ljós ungt fólk í suðurríkjum Bandaríkjanna hægt og bítandi missa þann framburð sem einkennt hefur tungumálið í þeim ríkjum landsins, og þannig glatist ákveðin menning og saga. Við ætlum ræða þá þróun og hvort líklegt einkennandi framburður hverfi bæði hér á landi og annars staðar samhliða aukinni hnatt- og tæknivæðingu við Rósu Signýju Gísladóttur, dósent í málvísindum við Háskóla Íslands.

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar segir ekki hægt ráða biskup til starfa eða framlengja skipunartíma hans með ráðningarsamningi líkt og Agnes M. Sigurðardóttir gerði þegar skipunartími hennar átti renna út fyrir 1. júlí 2022. Agnes hafi því verið umboðslaus síðan og ákvarðanir hennar á tímabilinu þar með ógildar. Agnes hyggst áfrýja niðurstöðu úrskurðarndefndarinnar. Hún kemur til okkar á eftir.

Reglulega er deilt um bílastæðagjöld hér á landi, á hvaða svæði þarf greiða á og hversu hátt gjaldið er. Yfirvöld í París og Lyon eru þó ganga lengra þessa dagana og hafa ákveðið láta eigendur stærri bíla borga meira í bílastæðagjöld en eigendur lítilla bíla, með þeim rökum þeir noti meira pláss og þeirra vegna verði allt viðhald gatna dýrara en áður. Ættum við fara þessa leið hér á landi? Björn Kristjánsson, ráðgjafi hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, ræðir þau mál við okkur.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, verður gestur okkar í lok þáttar, eins og alltaf annan hvern þriðjudag. Í dag: óson, bjór og járnfjall.

Lagalisti:

PRINS PÓLÓ - Hakk og spaghettí.

BRUCE SPRINGSTEEN - Dancing In The Dark.

NINA SIMONE - My Baby Just Cares For Me.

THE KOOKS - She Moves In Her Own Way.

Daði Freyr Pétursson - Limit To Love.

Retro Stefson - Velvakandasveinn.

PAUL SIM

Frumflutt

17. okt. 2023

Aðgengilegt til

16. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,