Morgunútvarpið

20. júní - Reykvíkingur ársins, Tjarnarbíó, fiskar og hraðstefnumót

Jóhann Alfreð Kristinsson úr Hljóðvegi 1 skellti sér í Elliðaárnar í dag þar sem Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera, var kynntur og renndi fyrir fiski við opnun ánna. Jóhann ræddi einnig við Ragnheiði Thorsteinsson formann Stangveiðifélags Reykjavíkur og Dag B. Eggertsson borgarstjóra.

Guðmundur Jóhannsson er tæknigúrúið okkar og kemur aðra hverja viku til okkar til fara yfir það nýjasta og helsta sem viðkemur tæknmálum. Guðmundur var hjá okkur uppúr hálf átta.

Tjarnarbíó lokar í haust fáist ekki meira fjármagn. Leikhússtjóri lýsir verulegum áhyggjum af stöðu leikhussins en hún segir starfsemin sprengja utan af sér húsnæðið og starfsfólkið keyra sig út í ólaunaðri yfirvinnu. Áhugafólk um áframhaldandi starfsemi leikhússins hafa sett af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á stjörnvöld auka stuðning við Tjarnarbíó tafarlaust til þess bjarga húsinu úr þeim vanda sem steðjar og tryggja rekstur þar til framtíðar. Tjarnarbíó er aðal svið sjálfstæðu sviðslistasenunnar og ómissandi fyrir sviðslistalíf í landinu mati aðstandenda söfnunarinnar. Guðmundur Felixson, leikari, setti söfnunina af stað.

Í gærmorgun fjölluðum við um fækkun stofns bleikjunnar í Eyjafirði en þau sem rýna þar í stöðuna búast við því hitnandi loftslag og ofveiði um kenna. Veiðibann hefur verið til mynda verið á lúðu í mörg ár vegna bágrar stöðu þess stofns og sama segja um humarinn en veiðibann hefur verið á honum á síðasta ári og er út þetta ár. En hvernig er staðan á nytjastofnum við íslandsstrendur? Erum við stunda ofveiði þrátt fyrir veiðistjórnunakerfið? Við skoðuðum þetta með Jónasi Páli Jónassyni fiskifræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun eftir átta fréttir.

Boðið verður uppá hraðstefnumót í Smárabíói á fimmtudaginn. Bíóið í samstarfi við íslenska stefnumóta-smáforritið Smitten stendur þessu. En hvernig er stefnumótamenningin á Íslandi? Virkar svona hraðstefnumót? Og hvernig gengur Smitten keppa við alþjóðarisann Tinder hér á landi. Þær Unnur Aldís Kristinsdóttir og Kristína Reynisdóttir frá Smitten leiddu okkur í allan sannleikann.

Tónlist

PÁLMI GUNNARSSON - Vegurinn Heim.

Snorri Helgason - Haustið '97.

Ragnar Bjarnason - Það styttir alltaf upp.

Moses Hightower - Sjáum hvað setur.

DAÐI FREYR - Whole Again.

RIHANNA and KANYE WESTand PAUL McCARTNEY - Four five seconds.

Frumflutt

20. júní 2023

Aðgengilegt til

19. júní 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,