Morgunútvarpið

Aðgerðir fyrir Grindavík, gervigreind, vantraust, tilfinninga- og félagshæfni barna og frístundir eldriborgara.

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðarpakka til bregðast við stöðunni í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði m.a. útfæra þyrfti leið sem gerði Grindvíkingum bæði færi á finna sér nýtt heimili utan Grindavíkur sem fyrst og þeir gætu snúið aftur heim síðar ef þeir vildu og aðstæður leyfa. Við slógum á þráðinn til Ásrúnar Helgu Kristinsdóttur forseta bæjarstjórnar Grindavíkur og heyrðum hennar viðbrögð við aðgerðarpakkanum og fleira.

Gervigreind er orð ársins 2023 enda allt umlykjandi einhvern veginn, á samfélagsmiðlum, í áramótaskaupinu og fjölmiðlum svo eitthvað nefnt. Mörgum stendur ógn af gervigreindinni og því sem hægt er gera á þeim vettvangi, en kannski er hún ekki alslæm. Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á forvitnilegt námskeið sem nefnist Hagnýtar gervigreindarlausnir og við fengum Sverri Heiðar Davíðsson, annan þeirra sem námskeiðið kenna, til segja okkur betur frá þeim tækifærum sem gervigreindin býður almenningi upp á.

Mikið hefur verið rætt um vantraust og vantrauststillögur undanförnu ekki síst vegna þeirrar sem Inga Sæland lagði fram á hendur matvælaráðherra í gær. Hún dró vantrauststillöguna þó til baka þegar Svandís Svavarsdóttir sagði frá veikindum sínum og hún héldi í veikindaleyfi um tíma. En hvað er þetta eiginlega? Hvaða hefðir og venjur hafa skapast í kringum vantraust á alþingi og hversu oft hefur slíkt verið samþykkt? Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði leit við hjá okkur í örlitla sögukennslu.

stendur til setja á laggirnar nýtt meistaranám við menntavísindasvið Háskóla Íslands sem er ætlað efla fagfólk í skóla- og frístundastarfi á sviði tilfinninga- og félagshæfni og geðræktar barna og unglinga. Jafnt hamingjumælingar landlæknis og umtöluð könnun Pisa benda til sannarlega þörf þar á. En höfum við sofið á verðinum í þessum efnum? Gyða Guðmundsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og sérfræðingur í skólasálfræði og Oddný Sturludóttir, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði kíktu til okkar en þær unnu ásamt fleirum gerð námsins.

Flest þekkjum við frístundastyrkina svokölluðu sem mörg sveitarfélög bjóða börnum til afnota í íþróttir og tómstundastarf. Reykjanesbær býður upp á hvatagreiðslur til eldri borgara í sama tilgangi, hvetja fólk til hreyfingar og virkni. Við hringdum í Hafþór Barða Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar og heyrðum meira af þessu.

Svo enduðum við þáttinn á reglulegu vísindaspjalli okkar við Sævar Helga Bragason þar sem tunglið og kvikumyndun komu m.a. við sögu.

Tónlist:

Vök - Stadium.

FLOTT - Með þér líður mér vel.

Leon Bridges - Beyond.

Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Lady fish and chips.

Manic Street Preachers - You stole the sun from my heart.

Jón Jónsson - Ljúft vera til.

Sting - Brand new day.

Possibillies og Stefán Hilmarsson - Tunglið mitt.

Frumflutt

23. jan. 2024

Aðgengilegt til

22. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,