Morgunútvarpið

8. des. - Ökunám, Nanna, fréttaspjall, PISA

Breska ríkisútvarpið fjallaði á dögunum um ökunemanda sem féll 59 sinnum á skriflega ökuprófinu áður en hann loks náði prófinu, sem er met á Bretlandseyjum. Nemandinn eyddi sextíu klukku­stund­um við próf í Redditch og greiddi minnsta kosti rúmlega 240 þúsund krónur fyrir taka þau. Í umfjölluninni kom einnig fram breska samsöngustofan segi árangur í bóklega hlutanum á niðurleið, 65 prósent náði prófinu fyrir fimmtán árum en einungis 44 prósent í fyrstu tilraun í ár og í fyrra. En hvernig er staðan hér heima? Er verri lesskilningur farinn hafa áhrif á ökunámið? Og er vit í því veita einhverjum ökuréttindi sem hefur fallið svona oft á prófinu? Við ræddum við Þuríði B. Ægisdóttur, formann Ökukennarafélags Íslands.

Nanna Rögnvaldardóttir kíkir til okkar í morgunkaffi. Flest þekkja hana eflaust fyrir ódauðlegar uppskriftir sem jafnvel mörg hver grafa einmitt upp um jólin og á öðrum tillidögum. En Nanna hefur gefið út sína fyrstu skáldsögu, Valskan. Við spjölluðum við Nönnu um bókina, ritstörfin og jólin á 18. öld.

Við fórum síðan yfir fréttir vikunnar, í þetta skiptið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og Teiti Birni Einarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks og formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Og við héldum áfram ræða niðurstöður nýrrar könnunar PISA, en þar kom meðal annars fram íslensk börn hafi meðaltali minni samkennd en jafnaldrar í öðrum samanburðarríkjum. Við ræddum við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sviðsstjóra hjá landlæknisembættinu og doktor í sálfræði, um hvers vegna það kunni vera og hvaða áhrif það hafi ef börn hér hafa minni samkennd.

SIGRÍÐUR THORLACIUS & SIGGI GUÐMUNDS - Desemberkveðja.

FUTURE ISLANDS - Seasons.

VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Snæfinnur Snjókarl.

ICEGUYS - Þessi týpísku jól.

OASIS - Little By Little.

SVALA - Þú og ég og jól.

BRENDA LEE - Rockin' Around The Christmas Tree.

FLOTT - L'amour.

Frumflutt

8. des. 2023

Aðgengilegt til

7. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,