Morgunútvarpið

20. okt.- Sund, krabbamein, afar og feður, japanskt bíó o.fl.

Mörg hafa beðið dagsins í dag með mikilli eftirvæntingu. Í það minnsta fastagestir Laugardalslaugarinnar því eftir nærri mánaðar langa lokun opnar sundlaugin loks í dag. Fólk getur þó enn tekið því rólega yfir kaffibollanum því það verður ekki fyrr en eftir hádegi. Við heyrðum í Árna Jónssyni, forstöðumanni Laugardalslaugar um það hvernig hefur gengið.

Í dag er bleiki dagurinn, nokkurs konar hápunktur bleiks október, sem tileinkaður er baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Alls kyns viðburðir og dagskrá hafa verið í boði og í gær fór fram bleikt málþing. Ein þeirra sem þar tók til máls þar var Melkorka Matthíasdóttir jarðfræðingur og leirlistarkona sem deildi reynslu sinni af því brjóstakrabbamein. Melkorka kom til okkar og ræddi m.a. andlega líðan eftir krabbamein og hvað hefur reynst henni vel í því ferli.

alþjóðleg rannsókn sem fjallað var nýlega um í Observer sýnir íslensk börn hafa aldrei átt fleiri ömmur og afa en nú. Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi segir frábær tækifæri liggja í stöðunni. Við spjölluðum við hann um málið.

Við fórum yfir fréttir vikunnar með góðum gestum sem þessu sinni voru þau Bergur Ebbi og Steingerður Steinarsdóttir.

Tvö börn hafa slasast í árásum undanfarið þar sem stíflueyði er kastað á þau, minnsta kosti önnur árásin var tekin upp á myndband. Þetta mun vera samkvæmt því sem lögreglan segir gert undir áhrifum Youtube og eftir leiðbeiningum þaðan. Skúli Bragi Geirdal er yfir fjölmiðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Hann hefur sérstaklega einbeitt sér miðlalæsi barna og unglinga á stafrænum miðlum. Við heyrðum í honum.

Bíótekið verður með japanskan sýningardag á sunnudag og býður upp á þrjú klassísk japönsk meistaraverk í samvinnu við japanska sendiráðið. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir verkefnastjóri stafrænnar söfnunar og miðlunar hjá Kvikmyndasafni Íslands og Gunnella Þorgeirsdóttir lektor í japönskum fræðum kíktu til okkar og sögðu okkur meira af japanskri kvikmyndahefð og við hverju áhorfendur mega búast.

Lagalisti:

GDRN - Parísarhjól.

ROLLING STONES - Harlem Shuffle.

HAFDÍS HULD - Synchronised Swimmers.

ALICE MERTON - No Roots.

THE CLASH - Rock The Casbah.

Musgraves, Kacey - High Horse.

THE BEATLES - I'm Happy Just To Dance With You.

ALPHAVILLE - Big in Japan.

Frumflutt

20. okt. 2023

Aðgengilegt til

19. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,