Morgunútvarpið

21. september -Bensínokur, endurgjöf og drykkjumál

Umsjón: Ingvar og Hafdís

Bensín og dísilolía hefur hækkað í verði á heimsmarkaði síðustu vikurnar á sama tíma og íslenska krónan hefur aðeins gefið eftir gagnvart Bandaríkjadal. Samkvæmt úttekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda hefur bensín og dísilolía hér á landi hækkað hjá flestum olíusölum um fjórar til sex krónur í september, en yfir fimmtíu króna munur er á eldsneytisverði á milli bensínstöðva. Við ræðum þessa þróun við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra félagsins, í upphafi þáttar.

Landspítalinn er í umbótaverkefni um þessar mundir þar sem unnið er því hlusta betur á ábendingar og sjónarmið sjúklinga og aðstandenda þeirra. Þetta fer af stað í tengslum við Alþjóðadag öryggis sjúklinga sem var á dögunum. Margrét Manda Jónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Landspítalanum segir okkur betur frá verkefninu.

Í gær fjölluðum við aðeins um hrós til starfsfólks á vinnustöðum út frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar Gallup. Stjórnendaráðgjöf Gallup stendur fyrir morgunverðarfundi á morgun þar sem fjallað verður um endurgjöf í vinnunni, ávinning, áskoranir og leiðir til skapa heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi. Við ræðum við Örnu Frímannsdóttur og Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafa hjá Gallup um hvað stjórnendur geta betur gert.

Frakkar hyggjast banna einnota rafsígarettur, eða vape, vegna þeirrar hættu sem þær skapa fyrir umhverfið og lýðheilsu. Svipað bann er í gildi í Belgíu, Írlandi og Þýskalandi og hefur verið til umræðu í Bretlandi. Lára G. Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum kemur til okkar ræða rafretturnar og ætli áfengið fái ekki líka fljóta með.

Síðustu daga hefur verið nokkur umræða um áfengisneyslu og aðgengi aukið aðgengi áfengi. Lára G. Sigurðardóttir, læknir hjá SÁÁ, sagði í samtali við Stöð 2 hún hefði mestar áhyggjur af pressunni frá þinginu og nokkrum þingmönnum um gera áfengissölu frjálsa, ríkiseinokun væri í raun það form af sölufyrirkomulagi sem hafi mesta forvarnargildið fyrir þjóðir, og það hafi reynst vel hér. Við ræðum þessi mál við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, eftir fréttayfirlitið hálf níu.

Á þessu og næsta ári munu fastir vextir á miklum fjölda óverðtryggðra íbúðarlána losna. Það getur þýtt margfalda greiðslubyrgði á fjölda heimila á sama tíma. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hvatti fólk í gær til þess fara vandlega yfir lánakjör sín og íhuga jafnvel skipta yfir í verðtryggð lán. Engan skyldi undra fólk orðið ringlað á stöðunni. Hverjir eru valkostir fólks? Jón Jósep Snæbjörnsson viðs

Frumflutt

21. sept. 2023

Aðgengilegt til

20. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,