Kvöldfréttir útvarps

Mál Yazans, banaslys í Jökulsá á Dal, fellibylurinn Milton, Biden og Netanyahu ræða saman, kjaraviðræður og fjöldi opinberra starfsmanna

Félags- og vinnumarkaðsráðherra hringdi í ríkislögreglustjóra eftir hann fór þess á leit við forsætisráðherra brottflutningi hins palestínska Yazans Tamimi yrði frestað um miðjan síðasta mánuð.

Erlend kona á fertugsaldri sem var á ferðalagi hér á landi fannst látin eftir hafa fallið í Jökulsá á Dal skömmu fyrir klukkan fimm í dag

Óttast er yfir fjögurra metra sjávarflóð gætu fylgt fellibylnum Milton sem á skella á Flórída á næstu klukkustundum. Fréttastofa ræddi við Íslending sem býr á Flórída.

Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ísraels ræddu saman í dag í fyrsta skipti í sjö vikur. Óvíst er um árangur af því símtali.

Opinberri heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til Danmerkur lauk síðdegis í dag með móttöku á Norðatlantshafsbryggju í Kaupmannahöfn.

Fundi hjá ríkissáttasemjara í kjaraviðræðum Læknafélags Íslands við ríkið hefur verið frestað fram á mánudag. Fundur vegna kjaradeilu aðildarfélaga Kennarasambands Íslands við sveitarfélög og ríkið hófst klukkan hálf fjögur í dag, og stendur enn.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

9. okt. 2024

Aðgengilegt til

9. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,