Kvöldfréttir útvarps

Kynferðisbrotamaður kærður fyrir fleiri brot, Íslandsbankamálið, samráð skipafélaganna, Úkraína

Karlmaður sem afplánar sjö ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum hefur verið ákærður fyrir brot gegn átta stúlkum til viðbótar. Þær voru ellefu til fjórtán ára þegar meint brot voru framin.

Ef strax hefði verið viðurkennt gerð hefðu verið mistök við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefði ekki orðið til neitt Íslandsbanka-mál. Þetta segir fráfarandi umboðsmaður Alþingis.

Sátt sem Eimskip undirritaði við Samkeppniseftirlitið vegna samráðs við Samskip stendur, þrátt fyrir kæru frá Samskipum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag stóraukin framlög í hernaðaraðstoð til Úkraínu. Biden og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hittast á fundi í dag.

Réttindi fatlaðra sem dæmdir hafa verið til öryggisvistunar eru ekki tryggð. Ósakhæft fólk hefur dvalið á stöðum sem fullnægja alls ekki þörfum þess kröfum um öryggi.

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það gleðifréttir lögregla hafi fellt niður rannsókn á máli sex blaðamanna, enda hefði með réttu aldrei átt hefja hana.

Og áralangri lögreglurannsókn á málum tengdum netverslun með áfengi er loks lokið, og hún komin til ákærusviðs.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

26. sept. 2024

Aðgengilegt til

26. sept. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,