Kvöldfréttir útvarps

Hótar að leggja Líbanon í eyði, 50% vill flugvöll um kyrrt, samkomulag um handritin

Forsætisráðherra Ísraels hótar Líbönum því landið verði lagt í eyði, rísi þeir ekki upp gegn Hezbolla. Það gæti tekið 15 ár hreinsa upp rústirnar á Gaza eftir árásir Ísraelshers þar, mati Sameinuðu þjóðanna.

Tæplega helmingur landsmanna er hlynntur því Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, samkvæmt nýrri könnun. Þeim sem vilja flugvöllinn áfram þar hefur fækkað á undanförnum árum.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída vegna fellibylsins Miltons. Biden Bandaríkjaforseti, segir Milton verða versta fellibyl sem hefur skollið á ríkinu í mörg ár.

Samkomulag, sem á liðka fyrir lánum á handritum á milli Danmerkur og Íslands var undirritað í Kaupmannahöfn í dag. Fleiri íslensk handrit í vörslu Dana gætu því komið tímabundið heim á næstu árum.

Minni skemmtiferðaskip sem sigla hringinn í kringum landið gætu beint viðskiptum annað á næsta ári, því til stendur svipta þau tollfrelsi á Íslandi um áramót. Stjórnarformaður Cruise Iceland telur þá myndu þau koma við á færri stöðum og kaupa kost og olíu í Færeyjum.

Frumflutt

8. okt. 2024

Aðgengilegt til

8. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,