Kvöldfréttir útvarps

Átökin í Miðausturlöndum stigmagnast og Miðflokkurinn bætir áfram við sig

Íranir gerðu í dag eldflaugaárás á Ísrael til hefna fyrir drápin á leiðtogum Hesbollah-samtakanna og Hamaz og einum forsvarsmanni íranska byltingavarðanna. Engan sakaði í árásunum.

Miðflokkurinn bætir við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og fengi nítján prósent en Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og fengi fjórtán prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina er minnsti frá upphafi.

Ekkert var athugavert við greiðslur Strandabyggðar til fyrrverandi sveitastjórnarmanns, og fyrirtækja og stofnana sem hann tengdist. Þetta sýnir niðurstaða úr rannsókn KPMG sem sveitarstjórnarmaðurinn fyrrverandi óskaði sjálfur eftir.

Kvikmyndagerðarfólki finnst eins og menningarmálaráðherra hafi svikið gefin loforð en ráðherra segir bætt verði úr stöðu Kvikmyndasjóðs innan skamms.

Frumflutt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

1. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,