Kvöldfréttir útvarps

Ísraelsher undirbýr innrás í Líbanon, fjölga þarf þeim sem rannsaka vinnumansal og kostnaður forsetaframbjóðenda

Ísraelsher undirbýr innrás yfir landamærin til Líbanon. Þetta tilkynnti yfirmaður ísraelska heraflans í dag. Rúmlega 50 féllu í árásum Ísraels í dag. Hezbollah skutu eldflaugum í átt Tel Aviv.

Þrír lögreglumenn rannsaka vinnumansal hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þyrftu vera minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri. Þetta segir teymisstjóri á ákærusviði lögreglunnar.

Seðlabankinn hefur samþykkt kaup Landsbankans á TM.

Baráttan um Bessastaði kostaði forsetaframbjóðendurna nærri 200 milljónir króna. Katrín Jakobsdóttir fékk mesta styrki frá einstaklingum og Halla Tómasdóttir frá fyrirtækjum.

Reykjavíkurborg á í samræðum við Samhjálp um opnunartíma í vetur vegna heimilislausra.

Frumflutt

25. sept. 2024

Aðgengilegt til

25. sept. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,