Morgunútvarpið

Snóker, breytingar á örorkulífeyri, forsetaslagurinn, lundahlaupið og fréttir vikunnar.

Heimsmeistaramótið í snóker stendur yfir í Crucible höllinni í Sheffield á Englandi. Mótið hófst þann 20 apríl og nýr heimsmeistari verður krýndur þann 6 maí. Íslandsmeistaramótið í snóker tekur svo við en það endar þann 18. maí. Brynjar Valdimarsson, sjöfaldur Íslandsmeistari og varaformaður í stjórn Billiards sambands Íslands kíkti til okkar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, kynnti nýtt frumvarp sem er í Samráðsgátt stjórnvalda, um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins. Hann kom á Rás2 í vikunni og sagði frá því helsta sem þar er finna. Nafni hans Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins kom í spjall um málið.

Í dag rennur framboðsfrestur til embættis forseta Íslands út. Það stefnir í í það minnsta 10 framboð skili inn fullútfylltum undirskriftalistum til yfirkjörstjórnar. Þar með verður baráttan um Bessastaði formlega hafin og við ræddum hvers vænta í taktík frambjóðenda á næstu misserum með Andrési Jónssyni hjá Góðum samskiptum.

Lundahlaupið í Vestmannaeyjum, The Puffin Run, fer fram laugardaginn 4. maí. Uppselt er í hlaupið sem virðist alltaf vera jafn vinsælt hjá hlaupurum en það eru 1370 hlauparar skráðir, sem er mesti fjöldi sem hefur tekið þátt. Hvað er það sem gerir hlaupið svona vinsælt og hvað er það við útihlaup sem heillar fólk svona? Þær Katrín Laufey Rúnarsdóttir og brautarmethafinn Andrea Kolbeinsdóttir komu til okkar til segja okkur aðeins frá hlaupinu og lífsstílnum

Fréttir vikunnar voru á sínum stað. Við ræddum það sem hæst bar á góma með alþingismönnunum Andrési Inga Jónssyni, Pírötum og Orra Páli Jóhannssyni, Vinstri grænum.

Frumflutt

26. apríl 2024

Aðgengilegt til

26. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,