• 00:37:41Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun
  • 00:59:06Fréttir vikunnar
  • 01:22:42Laddi segir frá tónleikum

Morgunútvarpið

25. ágúst - Starfstengt diplómunám, Fréttir vikunnar og Laddi

Háskóli Íslands tekur á ári hverju á móti nemendum í starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun. Í ár fengu eingöngu 8 nemar skólavist af þeim 16 sem sóttu um það. Fjárskortur er enn fyrirstaða þess öll fötluð ungmenni njóti sömu tækifæra og önnur ungmenni til stunda háskólanám, og það er algjörlega óboðlegt með öllu. Til ræða þetta kom til okkar Sara Dögg Svanhildardóttir verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.

Fréttir vikunnar verða á sínum stað. Eins og alla föstudaga förum við yfir fréttavikuna og ræðum við vel valda gesti um það hvað stóð upp úr í fréttavikunni. Í þetta sinn voru það samfélagsrýnirinn og teiknarinn Halldór Baldursson og fyrrum fréttakonan og almannatengillinn Þórhildur Þorkels sem kíktu til okkar.

Laddi heldur sína fyrstu tónleika ásamt hljómsveit í Bæjarbíói 1. og 2. sept næstkomandi, í sínum gamla heimabæ, Hafnarfirði. Laddi hefur stigið á stokk og flutt lögin sem hann hefur sungið í gegnum tíðina ásamt hljómsveit á Græna hattinum á Akureyri og á Bræðslunni í sumar en er komið heimabænum. Laddi var hjá okkur í lok þáttar.

Lagalisti:

PRINS POLO - Líf ertu grínast.

Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023).

ELÍN EY & PÉTUR BEN - Þjóðvegurinn.

EMMSJÉ GAUTI - Klisja.

COLDPLAY - Viva La Vida.

LADDI - Ertu memm.

LADDI - Austurstræti.

LADDI - Ég syng í míkrófón.

LADDI - Þú Verður Tannlæknir.

LADDI - Búkolla.

Frumflutt

25. ágúst 2023

Aðgengilegt til

24. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,