Morgunútvarpið

18. okt - Laugardalsvöllur. skattur og refsing

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, verður hjá okkur í upphafi þáttar þegar við ræðum undirbúning kosninga.

Arnaldur Sölvi Kristjánsson, lektor í hagfræði, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta. Hann kynni í dag niðurstöður nýrrar fræðigreinar um hvernig ákjósanlegt skattleggja fjármagnstekjur og eignir, sem oft er deilt um.

Á fjórða tug Pólverja komu saman um síðustu helgi og mótmæltu því fyrir utan áfangaheimilið Vernd ungur karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir hafa stungið mann til bana laus úr fangelsi einu og hálfi ári seinna. Við ætlum ræða samspil betrunar og réttlætis við Margréti Valdimarsdóttur, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands.

Framkvæmdir á Laugardalsvelli hófust í gær, þar sem grasið var tekið af vellinum en til stendur skipta yfir í svokallað hybrid gras eða gervigrasblending. Allt frá því völlurinn var fyrst opnaður árið 1959 hefur verið 100% ekta gras á honum. Við ræðum málið við Bjarna Þór Hannesson, grasvallatæknifræðing og yfirvallastjóra.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Björt Ólafsdóttur, fyrrum Alþingismanni og ráðherra, og Mána Péturssyni, fjölmiðlamanni og stjórnarmanni hjá KSÍ.

Frumflutt

18. okt. 2024

Aðgengilegt til

18. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,