Morgunútvarpið

30. sept - Auglýsingabönn, ítalskar skólareglur og sálfræðiþjónusta

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum þingsályktunartillögu um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti sem liggur fyrir á Alþingi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, boðar undirbúning verkfallsaðgerða ef fundur í kjaraviðræðum félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu í dag ber ekki árangur. Við ræðum við Sólveigu um þennan úrslitafund og mögulegt verkfall.

The Game Changer eða leikbreytirinn er verkefni sem unnið er á Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi þar sem leitast er eftir því styrkja varnir ungs fólks gegn stafrænu ofbeldi. Verkefnið er meðal annars byggt á viðtölum við ungt fólk og reynslu þeirra af heimi tölvuleikja og internetsins. Eygló Árnadóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir halda utan um verkefnið hér á landi og líta við hjá okkur.

Ítalska þingið samþykkti á miðvikudag nýtt frumvarp um menntamál sem meðal annars felur í sér heimild til handa skólum fella nemendur sökum slæmrar hegðunar. Við ætlum spegla þessar nýju reglur við þær íslensku og spyrja hvort íslensk stjórnvöld þurfi setja svipuð lög til koma á aga og endurheimta virðinguna í skólunum, eins og frumvarpið á gera, og ræðum við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands.

Hópur klínískra sálfræðinga úr í stjórn Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði sendi frá sér áskorun til Sigurðar Inga Jóhannessonar um helgina. Aðgengi fólks sálfræðiþjónustu hverg nærri nógu gott og vandamálið ekki skortur á sálfræðingum heldur fjármagn. Við ræðum málið við Ingu Hrefnu Jónsdóttur, forstöðusálfræðing á Reykjalundi og Kristbjörgu Þórisdóttur, sálfræðing á heilsugæslu Domus mentis geðheilsustöð

Frumflutt

30. sept. 2024

Aðgengilegt til

30. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,