Morgunútvarpið

25. okt - Barnaspítalinn, kennarar og stjórnmál

Ecoli smit hefur greinst á sex af sjö deildum leikskólans Mánagarðs. Um þrjátíu börn höfðu greinst með smit í gær og þá láu fjögur börn inni á Barnaspítalanum vegna þess, 2 þeirra á gjörgæslu. Við heyrum í Ragnari Grími Bjarnasyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins.

Greint var frá því í gær öryggisverðir í Kringlunni beri búkmyndavél á meðan þeir sinna störfum sínum. Markmiðið er sagt vera tryggja öryggi manna og eigna ásamt því hafa ákveðinn fælingarmátt. Við ætlum ræða notkun búkmyndavéla í þessum tilgangi við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar.

Við höldum síðan áfram ræða kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í umræðunni um stöðu kennara hefur reglulega verið nefnt þeir hafi áður verið á sömu launum og þingmenn, en það hafi breyst þegar konur fóru kenna í auknum mæli. Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, hefur kannað þessi mál og skrifaði fyrir nokkru síðan úttekt á samanburði launa kennara og þingmanna. Við ræðum við Þórólf.

Einhver umræða skapaðist í vikunni um hvernig væri réttast taka á móti börnum af erlendum uppruna hingað til lands. Fyrr á árinu fór þróunarverkefnið Menntun Móttaka Menning af stað. Verkefninu er ætlað er stuðla inngildingu og virkri þátttöku barna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Donata H Bukowska sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti og Fríða B. Jónsdóttir samhæfingarstjóri MEMM segja okkur betur frá því sem er vitað um þessi mál.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Magneu Gná Jóhannsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar.

Frumflutt

25. okt. 2024

Aðgengilegt til

25. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,