Kvöldfréttir útvarps

1% nemenda í grunn- og framhaldsskólum með hníf, erfiðleikar í ferðaþjónustu og Rússar hopa hvergi í Úkraínu

Um 5% nemenda í grunn- og framhaldsskólum koma með hníf í skólann, langoftast drengir. Eitt prósent þeirra segist koma með hníf sem vopn til verjast eða meiða, samkvæmt nýrri rannsókn. Stjórnandi hennar ítrekar mikilvægi foreldra í baráttu við vandann.

Rekstur í ferðaþjónustu er erfiður; fjöldi ferðamanna segir ekki alla söguna ef dvöl þeirra styttist segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Sársaukafull hagræðing blasi við hjá mörgum.

Rússneski herinn náði meira landsvæði á sitt vald í Úkraínu í ágúst en í nokkrum mánuði síðan haustið 2022. Innrás Úkraínu í Kúrskhérað virðist ekki hafa náð draga máttinn úr sókn Rússa.

Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir óviðunandi íbúar á mögulegu náttúruhamfarasvæði missi öryggisnet sitt, líkt og gerðist í viðtæku rafmagnsleysi í gærkvöld.

Frumflutt

2. sept. 2024

Aðgengilegt til

2. sept. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,