Hildur Elísa Jónsdóttir hefur mikinn áhuga á hinu ofurvenjulega og því hve hið ofurvenjulega er ótrúlega skrýtið. Að sama skapi finnst henni skemmtilegt að setja upp listaverk sem síðan eru tekin niður og eru hvergi til eftir það nema í minningum þeirra sem sáu þau og upplifðu.