Úr leikjamúsík í spunaverk með viðkomu í dauðarokki
Úlfur Hansson hefur fengist við tónlist að segja alla ævi, og sem unglingur samdi hann til að mynda tölvuleikjatónlist á GameBoy. Hann stundaði síðar dauðarokk, og stundar reyndar enn, aukinheldur sem hann hefur samið mikið af allskonar tónlist einn og í samvinnu við aðra, nú síðast væntanlega plötu sem hann vinnur með Gyðu Valtýsdóttur.