Raftónlistarhátíðin ErkiTíð var haldin í þrítugasta sinn um helgina. Í tengslum við hátíðina var tónsmíðakeppni og sigurverk í keppninni voru flutt á hátíðinni. Í þættinum eru flutt þrjú verkanna, Auð og tóm eftir Huldu Ragnhildi Hjálmarsdóttur, Endurómur samstirnis eftir Þórönnu Björnsdóttur og Röddin eftir Jón Eðvarð Viðarsson og Tómas Kristinn Laufdal Ingólfsson.
Frumflutt
19. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Straumar
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson